Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 6. apríl 2025 18:13 Frá leik KR og KA á síðasta tímabili Vísir/Ernir KA og KR gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en KR-ingar luku leik tveimur leikmönnum færri. Leikurinn fór fjörlega af stað og komust KA menn í tvígang í góða stöðu í teig gestanna en náðu ekki að nýta sér það. Strax í næstu sókn komst KR í forystu eftir vond mistök hjá Ívari Erni í vörn KA. Ívar átti þá sendingu úr vörninni sem fór beint á Atla Sigurjónsson sem sendi boltann til hliðar á Luke Rae sem var einn gegn Steinþóri í marki KA og kláraði færið sitt snyrtilega. 1-0 fyrir KR eftir 10 mínútur. Stuttu seinna komst Ásgeir Sigurgeirsson einn gegn Halldóri í marki KR sem varði vel og hélt KR í forystu. Á 24. mínútu átti Hans Viktor fyrirgjöf inn á teig og rataði boltinn á Bjarna Aðalsteinsson sem lagði boltann skemmtilega með brjóstkassanum fyrir Ásgeir Sigurgeirsson sem átti fast skot sem Halldór varði inn. Staðan 1-1. Jóhannes Kristinn Bjarnason komst í dauðafæri nánast í næstu sókn en Steinþór varði vel. Á 31. mínútu komst KA í forystu eftir hornspyrnu. Hallgrímur Mar spyrnti þá boltanum inn á teig þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var á nær stönginni og fleytti boltanum aftur fyrir sig með kollinum þar sem Hans Viktor var mættur til að skalla boltann inn. Áfram hélt fjörið og á markamínútunni frægu, þeirri fertugustu og þriðju, skoraði Jóhannes Kristinn Bjarnason frábært mark. KR átti innkast á vallarhelmingi KA og fékk Finnur Tómas boltann og renndi honum til hliðar á Jóhannes sem hugsaði sig ekki tvisvar um og læt vaða á markið og söng boltinn uppi í fjær horninu. Staðan í hálfleik 2-2. Seinni hálfleikur fór ekki eins fjörlega á stað og sá fyrri en um miðbik hans fengu bæði lið góð færi. Ásgeir Sigurgeirsson átti skalla rétt yfir markið fyrir KA og Jóhannes Kristinn Bjarnason setti boltann í stöngina fyrir gestina. Á 74. mínútu fékk Eiður Gauti Sæbjörnsson dauðafæri til að koma gestunum í forystu en fór illa að ráði sínu og setti boltann hátt yfir. Undir lokin færðist hiti í leikinn og enduðu KR-ingar níu inni á vellinum. Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald á 88. mínútu fyrir að slá til Andra Fannars Stefánssonar þegar boltinn var fjarri. Hjalti Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar hann stöðvaði skyndisókn KA með ólögmætum hætti. Tíminn var naumur fyrir KA til að nýta sér liðsmuninn og skiptu liðin stigunum drengilega á milli sín. Atvik leiksins Það er af nógu að taka en horfum á það jákvæða þannig ég ætla að nefna annars vegar markið hjá Ásgeiri Sigurgeirssyni eftir að Bjarni Aðalsteinsson lagði boltann laglega fyrir hann með brjóstkassanum eftir flott samspil þar á undan. Hins vegar er það markið hjá Jóhannes Kristni Bjarnasyni en hann átti frábært skot langt fyrir utan teig sem söng í netinu. Þetta skot höfum við áður séð í hans ætt, og það oftar en einu sinni eða tvisvar. Stjörnur og skúrkar Jóhannes Kristinn Bjarnason var að mínu mati maður leiksins. Skoraði gott mark og átti virkilega góðan leik á miðjunni. Er með frábæra yfirsýn, spyrnutækni og góður á boltanum svo fátt eitt sé nefnt. Luke Rae átti einnig góðan leik og var á skotskónum. Hjá KA var Ásgeir Sigurgeirsson virkilega öflugur en hann skoraði og lagði upp í dag ásamt því að koma sér í ótal góðar stöður og var í raun óheppinn að skora ekki annað mark. Bjarni Aðalsteinsson átti fínan leik og þarf KA liðið svo sannarlega á því að halda eftir að hafa misst Daníel Hafsteinsson. Skúrkar verða að vera Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson fyrir að næla sér í rautt spjald. Dómarinn Ekki auðveldur leikur til að dæma fyrir Jóhann Inga. Ég sá ekki atvikið nægilega vel þegar Aron fær rauða spjaldið og það sést ekki í sjónvarpsútsendingu. Seinna gula spjaldið á Hjalta hárréttur dómur. Að öðru leyti var leikurinn nokkuð vel dæmdur. Stemning um umgjörð Ágætlega mætt á völlinn í dag, enda veður nokkuð gott miðað við að það sé einungis apríl. Lætin í stúkunni voru ekkert rosalega mikil en kom þó inn á milli þegar hiti færðist í leikinn. Veitingasalan góð og ekkert ábótavant þar. Viðtöl „Fannst við vera þolinmóðir og leiða þá í þessar villur ofarlega á vellinum“ Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, var á skotskónum í 2-2 jafntefli gegn KR í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Hann segir ýmislegt hafa gengið vel í dag en annað megi laga. „Mér fannst margt bara mjög fínt í þessu, við sköpuðum mörg færi þar sem við áttum að gera betur, þar á meðal ég, þannig það var alveg margt mjög jákvætt í þessu og eitthvað sem við þurfum bara að slípa aðeins til líka.“ Ásgeir skoraði og lagði upp í dag og átti góðan leik. „Mér leið mjög vel inn á og fannst við vera að stýra þeim í réttu hreyfingarnar þar sem við vorum að vinna boltann frekar hátt á vellinum þannig við náðum að refsa þeim vel þannig mér leið bara mjög vel inn á.“ Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir KA í dag.Vísir/Hulda Margrét Ásgeir skoraði flott mark í dag þegar Bjarni Aðalsteinsson lagði boltann fyrir hann inn í teig með brjóstkassanum eftir fyrirgjöf frá Hans Viktori. Var Ásgeir búinn að sjá þetta fyrir sér svona þegar boltinn var á leiðinni til Bjarna? „Ég segi það nú ekki, en Bjarni gerði mjög vel , hann hætti við á síðustu stundu að skalla hann og kassaði hann bara inn fyrir þannig það var alveg mjög vel gert og við höfum alveg séð Hansa (Hans Viktor Guðmundsson) taka góðar fyrirgjafir áður þannig það kom ekkert á óvart.“ Gekk leikplanið vel út frá því sem lagt var upp með fyrir leik? „Já algjörlega, þeir spila með miðverðina mjög vítt á vellinum þannig þegar þeir tapa boltanum hátt á vellinum þá er mjög mikið opið og mér fannst við vera þolinmóðir og leiða þá í þessar villur ofarlega á vellinum“ Ásgeir hefur góða tilfinningu fyrir tímabilinu og segir hópinn vera að smella saman. „Bara mjög fínt sko. Það er búið að vera mikið um meiðsli og svona í vetur en er að koma heim og saman núna í byrjun tímabils, á réttum tíma, og við finnum það allir, gæðin og samkeppnin er að aukast mjög mikið þannig að líst bara mjög vel á þetta.“ „Virkilega ánægður með frammistöðuna en svekktur með úrslitin“ Hallgrímur, Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir 2-2 jafntefli við KR á heimavelli í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Hvernig eru tilfinningarnar eftir leik? „Þær eru bara nokkuð fínar. Bara virkilega ánægður með strákana. Frábær frammistaða í fyrri hálfleik, sköpuðum fullt af færum, mér fannst mjög ósanngjarnt að við löbbuðum inn með 2-2. Við gjörsamlega gefum þeim fyrsta markið og svo erum við ekki alveg nógu klárir eftir innkast og bara frábært mark hjá Jóa (Jóhannesi Kristni Bjarnasyni) alveg í skeytin og við hefðum getað skorað fleiri mörk, þannig virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ „Í seinni hálfleik fannst mér aðeins slitna meira hjá okkur, sköpum samt dauðafæri, en þeir sköpuðu líka og skutu í stöng, þannig sanngjarnt svona fyrst það var 2-2 í hálfleik að það hafi verið sanngjarnt að leikurinn hafi farið 2-2. Virkilega ánægður með frammistöðuna en svekktur með úrslitin.“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, fagnaði marki í leik dagsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Hvernig fannst Hallgrími leikplanið ganga? „Bara mjög vel, og þetta er það KA lið sem ég vil sjá þegar við spilum þetta kerfi, við erum aggressívir og höfum spilað marga góða leiki akkúrat svona. Það var frábært fyrir okkur að fá Blikaleikinn á útivelli, menn voru svona að koma til baka, til að geta samstillt þetta og farið yfir hvað við þurfum að bæta og mér fannst við sjá það í dag að menn bara svöruðu þessu vel og bara frábært að sjá. Við vitum hvað við erum með gott lið, við vitum að það er búið að ganga á ýmsu í vetur, þess vegna er ég virkilega ánægður að sjá hvernig liðið mitt spilaði í dag.“ KR-ingar fengu að líta tvö rauð spjöld í dag og er Hallgrímur á því að báðir dómar hafi verið réttir. „Þetta var leikur fram og til baka, það var endalaust verið að taka menn niður þegar við unnum boltann og komumst í skyndisókn og bara fullkomlega eðlilegt seinna gula hjá KR-ingnum, hann er á gulu spjaldi og ákveður að hanga í manni þegar við erum í skyndisókn. Hitt gerðist mjög nálægt mér og fyrir mér bara alveg augljóst en ætli þið sjáið þetta ekki bara betur í myndavélinni, ég er búinn að sjá þetta og aftur og þá leit þetta verr út en ég sá þetta á vellinum þannig af því sem ég hef séð var þetta hárrétt ákvörðun“, sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla KA KR Íslenski boltinn
KA og KR gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en KR-ingar luku leik tveimur leikmönnum færri. Leikurinn fór fjörlega af stað og komust KA menn í tvígang í góða stöðu í teig gestanna en náðu ekki að nýta sér það. Strax í næstu sókn komst KR í forystu eftir vond mistök hjá Ívari Erni í vörn KA. Ívar átti þá sendingu úr vörninni sem fór beint á Atla Sigurjónsson sem sendi boltann til hliðar á Luke Rae sem var einn gegn Steinþóri í marki KA og kláraði færið sitt snyrtilega. 1-0 fyrir KR eftir 10 mínútur. Stuttu seinna komst Ásgeir Sigurgeirsson einn gegn Halldóri í marki KR sem varði vel og hélt KR í forystu. Á 24. mínútu átti Hans Viktor fyrirgjöf inn á teig og rataði boltinn á Bjarna Aðalsteinsson sem lagði boltann skemmtilega með brjóstkassanum fyrir Ásgeir Sigurgeirsson sem átti fast skot sem Halldór varði inn. Staðan 1-1. Jóhannes Kristinn Bjarnason komst í dauðafæri nánast í næstu sókn en Steinþór varði vel. Á 31. mínútu komst KA í forystu eftir hornspyrnu. Hallgrímur Mar spyrnti þá boltanum inn á teig þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var á nær stönginni og fleytti boltanum aftur fyrir sig með kollinum þar sem Hans Viktor var mættur til að skalla boltann inn. Áfram hélt fjörið og á markamínútunni frægu, þeirri fertugustu og þriðju, skoraði Jóhannes Kristinn Bjarnason frábært mark. KR átti innkast á vallarhelmingi KA og fékk Finnur Tómas boltann og renndi honum til hliðar á Jóhannes sem hugsaði sig ekki tvisvar um og læt vaða á markið og söng boltinn uppi í fjær horninu. Staðan í hálfleik 2-2. Seinni hálfleikur fór ekki eins fjörlega á stað og sá fyrri en um miðbik hans fengu bæði lið góð færi. Ásgeir Sigurgeirsson átti skalla rétt yfir markið fyrir KA og Jóhannes Kristinn Bjarnason setti boltann í stöngina fyrir gestina. Á 74. mínútu fékk Eiður Gauti Sæbjörnsson dauðafæri til að koma gestunum í forystu en fór illa að ráði sínu og setti boltann hátt yfir. Undir lokin færðist hiti í leikinn og enduðu KR-ingar níu inni á vellinum. Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald á 88. mínútu fyrir að slá til Andra Fannars Stefánssonar þegar boltinn var fjarri. Hjalti Sigurðsson fékk að líta sitt annað gula spjald á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar hann stöðvaði skyndisókn KA með ólögmætum hætti. Tíminn var naumur fyrir KA til að nýta sér liðsmuninn og skiptu liðin stigunum drengilega á milli sín. Atvik leiksins Það er af nógu að taka en horfum á það jákvæða þannig ég ætla að nefna annars vegar markið hjá Ásgeiri Sigurgeirssyni eftir að Bjarni Aðalsteinsson lagði boltann laglega fyrir hann með brjóstkassanum eftir flott samspil þar á undan. Hins vegar er það markið hjá Jóhannes Kristni Bjarnasyni en hann átti frábært skot langt fyrir utan teig sem söng í netinu. Þetta skot höfum við áður séð í hans ætt, og það oftar en einu sinni eða tvisvar. Stjörnur og skúrkar Jóhannes Kristinn Bjarnason var að mínu mati maður leiksins. Skoraði gott mark og átti virkilega góðan leik á miðjunni. Er með frábæra yfirsýn, spyrnutækni og góður á boltanum svo fátt eitt sé nefnt. Luke Rae átti einnig góðan leik og var á skotskónum. Hjá KA var Ásgeir Sigurgeirsson virkilega öflugur en hann skoraði og lagði upp í dag ásamt því að koma sér í ótal góðar stöður og var í raun óheppinn að skora ekki annað mark. Bjarni Aðalsteinsson átti fínan leik og þarf KA liðið svo sannarlega á því að halda eftir að hafa misst Daníel Hafsteinsson. Skúrkar verða að vera Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson fyrir að næla sér í rautt spjald. Dómarinn Ekki auðveldur leikur til að dæma fyrir Jóhann Inga. Ég sá ekki atvikið nægilega vel þegar Aron fær rauða spjaldið og það sést ekki í sjónvarpsútsendingu. Seinna gula spjaldið á Hjalta hárréttur dómur. Að öðru leyti var leikurinn nokkuð vel dæmdur. Stemning um umgjörð Ágætlega mætt á völlinn í dag, enda veður nokkuð gott miðað við að það sé einungis apríl. Lætin í stúkunni voru ekkert rosalega mikil en kom þó inn á milli þegar hiti færðist í leikinn. Veitingasalan góð og ekkert ábótavant þar. Viðtöl „Fannst við vera þolinmóðir og leiða þá í þessar villur ofarlega á vellinum“ Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, var á skotskónum í 2-2 jafntefli gegn KR í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Hann segir ýmislegt hafa gengið vel í dag en annað megi laga. „Mér fannst margt bara mjög fínt í þessu, við sköpuðum mörg færi þar sem við áttum að gera betur, þar á meðal ég, þannig það var alveg margt mjög jákvætt í þessu og eitthvað sem við þurfum bara að slípa aðeins til líka.“ Ásgeir skoraði og lagði upp í dag og átti góðan leik. „Mér leið mjög vel inn á og fannst við vera að stýra þeim í réttu hreyfingarnar þar sem við vorum að vinna boltann frekar hátt á vellinum þannig við náðum að refsa þeim vel þannig mér leið bara mjög vel inn á.“ Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir KA í dag.Vísir/Hulda Margrét Ásgeir skoraði flott mark í dag þegar Bjarni Aðalsteinsson lagði boltann fyrir hann inn í teig með brjóstkassanum eftir fyrirgjöf frá Hans Viktori. Var Ásgeir búinn að sjá þetta fyrir sér svona þegar boltinn var á leiðinni til Bjarna? „Ég segi það nú ekki, en Bjarni gerði mjög vel , hann hætti við á síðustu stundu að skalla hann og kassaði hann bara inn fyrir þannig það var alveg mjög vel gert og við höfum alveg séð Hansa (Hans Viktor Guðmundsson) taka góðar fyrirgjafir áður þannig það kom ekkert á óvart.“ Gekk leikplanið vel út frá því sem lagt var upp með fyrir leik? „Já algjörlega, þeir spila með miðverðina mjög vítt á vellinum þannig þegar þeir tapa boltanum hátt á vellinum þá er mjög mikið opið og mér fannst við vera þolinmóðir og leiða þá í þessar villur ofarlega á vellinum“ Ásgeir hefur góða tilfinningu fyrir tímabilinu og segir hópinn vera að smella saman. „Bara mjög fínt sko. Það er búið að vera mikið um meiðsli og svona í vetur en er að koma heim og saman núna í byrjun tímabils, á réttum tíma, og við finnum það allir, gæðin og samkeppnin er að aukast mjög mikið þannig að líst bara mjög vel á þetta.“ „Virkilega ánægður með frammistöðuna en svekktur með úrslitin“ Hallgrímur, Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir 2-2 jafntefli við KR á heimavelli í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Hvernig eru tilfinningarnar eftir leik? „Þær eru bara nokkuð fínar. Bara virkilega ánægður með strákana. Frábær frammistaða í fyrri hálfleik, sköpuðum fullt af færum, mér fannst mjög ósanngjarnt að við löbbuðum inn með 2-2. Við gjörsamlega gefum þeim fyrsta markið og svo erum við ekki alveg nógu klárir eftir innkast og bara frábært mark hjá Jóa (Jóhannesi Kristni Bjarnasyni) alveg í skeytin og við hefðum getað skorað fleiri mörk, þannig virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ „Í seinni hálfleik fannst mér aðeins slitna meira hjá okkur, sköpum samt dauðafæri, en þeir sköpuðu líka og skutu í stöng, þannig sanngjarnt svona fyrst það var 2-2 í hálfleik að það hafi verið sanngjarnt að leikurinn hafi farið 2-2. Virkilega ánægður með frammistöðuna en svekktur með úrslitin.“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, fagnaði marki í leik dagsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Hvernig fannst Hallgrími leikplanið ganga? „Bara mjög vel, og þetta er það KA lið sem ég vil sjá þegar við spilum þetta kerfi, við erum aggressívir og höfum spilað marga góða leiki akkúrat svona. Það var frábært fyrir okkur að fá Blikaleikinn á útivelli, menn voru svona að koma til baka, til að geta samstillt þetta og farið yfir hvað við þurfum að bæta og mér fannst við sjá það í dag að menn bara svöruðu þessu vel og bara frábært að sjá. Við vitum hvað við erum með gott lið, við vitum að það er búið að ganga á ýmsu í vetur, þess vegna er ég virkilega ánægður að sjá hvernig liðið mitt spilaði í dag.“ KR-ingar fengu að líta tvö rauð spjöld í dag og er Hallgrímur á því að báðir dómar hafi verið réttir. „Þetta var leikur fram og til baka, það var endalaust verið að taka menn niður þegar við unnum boltann og komumst í skyndisókn og bara fullkomlega eðlilegt seinna gula hjá KR-ingnum, hann er á gulu spjaldi og ákveður að hanga í manni þegar við erum í skyndisókn. Hitt gerðist mjög nálægt mér og fyrir mér bara alveg augljóst en ætli þið sjáið þetta ekki bara betur í myndavélinni, ég er búinn að sjá þetta og aftur og þá leit þetta verr út en ég sá þetta á vellinum þannig af því sem ég hef séð var þetta hárrétt ákvörðun“, sagði Hallgrímur að lokum.