Landris er hafið að nýju í Svartsengi eftir að stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni rýnir með okkur í stöðuna í beinni útsendingu.
Við kíkjum á hagræðingartillögur borgarbúa til nýs meirihluta. Má þar nefna fækkun hraðahindrana og lækkun launa borgarstjóra.
Við verðum í beinni frá frumsýningu söngleiksins Með allt á hreinu í Flensborg. Í íþróttunum hittum við bræðurna Magnús Má og Anton Ara Einarssyni sem mætast í leik Breiðabliks og Aftureldingar á morgun.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.