Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 14:33 Skúli telur að það sé þörf á samtali í samfélaginu um hvað sé eðlileg hljóðmengun í byggð af völdum þyrla og flugvéla. Samsett Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur óskað þess við Samgöngustofu og Isavia að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrými kirkjunnar síðdegis á morgun á meðan haldnir verða tónleikar í kirkjunni. Skúli segir þurfa að fara fram samtal í samfélaginu um flugumferð og hljóðmengun hennar vegna. „Ágæti viðtakandi, sunnudaginn 6. apríl kl 17 flytur Kór Neskirkju ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna verkið H-moll messu e. J.S. Bach eftir viðamikinn og langan undirbúningstíma. Við förum þess á leit að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrýminu í kringum kirkjuna meðan á tónleikunum stendur svo að ekki hljótist ónæði af hávaði,“ segir í póstinum sem Skúli sendi í vikunni á bæði Isavia og Samgöngustofu. Í samtali við fréttastofu segir Skúli að eins og er hafi hann aðeins fengið sjálfvirkt svar en á þó ekki von á öðru en að þau verði við beiðninni. „Ég ætla rétt að vona það. Það gengur ekki að það komi vélar niður ofan í tóna Johanns Sebastian Bach.“ Áður fengið góð viðbrögð Skúli hefur áður sent sams konar beiðni vegna viðburðar í kirkjunni og fékk þá jákvæð viðbrögð, og fékk á sama tíma svar um að það væri verið að endurskipuleggja þessi mál. Greint var svo frá því fyrr í vikunni að borgarstjórn samþykkti tillögu um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem lagði tillöguna fram, sagði við það tilefni markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15 til 20 árin. „Það er ótrúlegt hvað flugið hefur mikinn forgang í þéttbýli hverfi, bæði hvað varðar hljóðmengun og blýmengun,“ segir Skúli sem segist oft finna lyktina af blýi í hverfinu úr ýmsum áttum, jafnvel yfir leik- og grunnskólum hverfisins. „Það er mjög hátt oktan í flugvélabensíni og þetta liggur yfir hverfinu,“ segir Skúli og að sér þyki ótrúlegt að þegar einkaflugvéla- eða þyrluflugmenn séu að leika sér í háloftunum eigi það að raska lífinu á jörðinni. „Við erum búin að vera að æfa fyrir þessa tónleika á morgun gríðarlega lengi og það er hófsöm ósk að þeir hlífi okkur við þessum nið.“ Þörf á samtali Skúli telur að það þurfi að fara fram samtal í samfélaginu um hljóðmengunina. „Það er búið að sýna fram á að þessi hávaði er skaðlegur heilsunni. Svo er þetta félagslega hamlandi. Það leggjast niður samtöl í görðum og utandyra bara því einhver er að leika sér nokkrum metrum fyrir ofan. Mér finnst þörf á að taka þetta samtal.“ Skúli segir það sérstaklega mikilvægt með tilliti til þess að ólíklegt sé að Reykjavíkurflugvöllur sé á förum úr Vatnsmýri í bráð. „Það hlýtur að vera hægt að búa til skýrari reglur um það hvernig menn beri sig í aðflugi og flugi yfir. Það er ekki langt í sjóinn og það bara hlýtur að vera hægt að beina fluginu frá allri þessari byggð,“ segir hann. Skúli segir ljóst að flugvöllurinn sé ekki á förum og gerir ekki athugasemdir við sjúkra- eða áætlanaflug. Vísir/Vilhelm Hann segir þannig beiðni sína til Samgöngustofu og Isavia aðeins lúta að nokkrum klukkustundum á morgun en að í stóra samhenginu sé þetta stærra mál sem þörf sé á að ræða betur. „Þetta minnir oft á umræðu um reykingar í gamla daga þar sem menn þóttu fýlupúkar að amast í þessu, en svo áttar fólk sig á því að þetta er bara ekkert eðlilegt.“ Leggja undir sig háloftin í hljóðmengun Skúli segist hafa skilning á því að það fari um flugvöllinn áætlanaflug og flug á vegum til dæmis Landhelgisgæslunnar en oft og tíðum sé um að ræða litlar rellur og þyrlur sem séu í útsýnisflugi eða á vegum erlendra ferðamanna. „Í mörgum tilfellum eru þetta rellur og þyrlur sem eru að leggja undir sig háloftin í skilningi hljóðmengunar. Það er eðlilegt, finnst mér, að benda á að þetta sé ekki sjálfsagt. Þessi málaflokkur bíður eftir því að það fari fram alvöru umræða um það hvernig við forgangsröðum þessu flugi öllu. Hvort það sé fólk að ferðast á milli landshluta, hvort það sé verið að bjarga mannslífum eða menn að leika sér.“ Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Þjóðkirkjan Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. 2. apríl 2025 10:51 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
„Ágæti viðtakandi, sunnudaginn 6. apríl kl 17 flytur Kór Neskirkju ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna verkið H-moll messu e. J.S. Bach eftir viðamikinn og langan undirbúningstíma. Við förum þess á leit að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrýminu í kringum kirkjuna meðan á tónleikunum stendur svo að ekki hljótist ónæði af hávaði,“ segir í póstinum sem Skúli sendi í vikunni á bæði Isavia og Samgöngustofu. Í samtali við fréttastofu segir Skúli að eins og er hafi hann aðeins fengið sjálfvirkt svar en á þó ekki von á öðru en að þau verði við beiðninni. „Ég ætla rétt að vona það. Það gengur ekki að það komi vélar niður ofan í tóna Johanns Sebastian Bach.“ Áður fengið góð viðbrögð Skúli hefur áður sent sams konar beiðni vegna viðburðar í kirkjunni og fékk þá jákvæð viðbrögð, og fékk á sama tíma svar um að það væri verið að endurskipuleggja þessi mál. Greint var svo frá því fyrr í vikunni að borgarstjórn samþykkti tillögu um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sem lagði tillöguna fram, sagði við það tilefni markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15 til 20 árin. „Það er ótrúlegt hvað flugið hefur mikinn forgang í þéttbýli hverfi, bæði hvað varðar hljóðmengun og blýmengun,“ segir Skúli sem segist oft finna lyktina af blýi í hverfinu úr ýmsum áttum, jafnvel yfir leik- og grunnskólum hverfisins. „Það er mjög hátt oktan í flugvélabensíni og þetta liggur yfir hverfinu,“ segir Skúli og að sér þyki ótrúlegt að þegar einkaflugvéla- eða þyrluflugmenn séu að leika sér í háloftunum eigi það að raska lífinu á jörðinni. „Við erum búin að vera að æfa fyrir þessa tónleika á morgun gríðarlega lengi og það er hófsöm ósk að þeir hlífi okkur við þessum nið.“ Þörf á samtali Skúli telur að það þurfi að fara fram samtal í samfélaginu um hljóðmengunina. „Það er búið að sýna fram á að þessi hávaði er skaðlegur heilsunni. Svo er þetta félagslega hamlandi. Það leggjast niður samtöl í görðum og utandyra bara því einhver er að leika sér nokkrum metrum fyrir ofan. Mér finnst þörf á að taka þetta samtal.“ Skúli segir það sérstaklega mikilvægt með tilliti til þess að ólíklegt sé að Reykjavíkurflugvöllur sé á förum úr Vatnsmýri í bráð. „Það hlýtur að vera hægt að búa til skýrari reglur um það hvernig menn beri sig í aðflugi og flugi yfir. Það er ekki langt í sjóinn og það bara hlýtur að vera hægt að beina fluginu frá allri þessari byggð,“ segir hann. Skúli segir ljóst að flugvöllurinn sé ekki á förum og gerir ekki athugasemdir við sjúkra- eða áætlanaflug. Vísir/Vilhelm Hann segir þannig beiðni sína til Samgöngustofu og Isavia aðeins lúta að nokkrum klukkustundum á morgun en að í stóra samhenginu sé þetta stærra mál sem þörf sé á að ræða betur. „Þetta minnir oft á umræðu um reykingar í gamla daga þar sem menn þóttu fýlupúkar að amast í þessu, en svo áttar fólk sig á því að þetta er bara ekkert eðlilegt.“ Leggja undir sig háloftin í hljóðmengun Skúli segist hafa skilning á því að það fari um flugvöllinn áætlanaflug og flug á vegum til dæmis Landhelgisgæslunnar en oft og tíðum sé um að ræða litlar rellur og þyrlur sem séu í útsýnisflugi eða á vegum erlendra ferðamanna. „Í mörgum tilfellum eru þetta rellur og þyrlur sem eru að leggja undir sig háloftin í skilningi hljóðmengunar. Það er eðlilegt, finnst mér, að benda á að þetta sé ekki sjálfsagt. Þessi málaflokkur bíður eftir því að það fari fram alvöru umræða um það hvernig við forgangsröðum þessu flugi öllu. Hvort það sé fólk að ferðast á milli landshluta, hvort það sé verið að bjarga mannslífum eða menn að leika sér.“
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Þjóðkirkjan Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. 2. apríl 2025 10:51 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. 2. apríl 2025 10:51
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent