„Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Kári Mímisson skrifar 6. apríl 2025 16:45 Davíð Smári fylgist íbygginn með af hliðarlínunni. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sáttur með leik sinna mann í dag gegn Val á Hlíðarenda. Vestri sótt þar gott stig á erfiðum útivelli. „Ég er gríðarlega sáttur með karakter liðsins hér í dag. Varnarlega fannst mér við vera frábærir, fórnuðum okkur í alla bolta og sýndum mikla liðsheild. Ég er aftur á móti ekkert rosalega sáttur með hvernig við vorum á boltanum í dag, mér fannst við eiga of mikið af skítugum sendingum sem við þurfum að hreinsa betur til í. Annars er ég bara sáttur með stigið sem við sóttum hér í dag,“ sagði Davíð Smári við Vísi eftir leik. En má ekki segja að þetta hafi verið sterkt stig í þessari fallbaráttu sem ykkur er spáð í? „Menn geta svo sem horft á það þannig en ég hef auðvitað mjög mikla trú á þessu liði mínu og á auðvitað stóran þátt í að setja það saman. Við erum með mikið af leikmönnum sem ætla að gera mikið við sýna ferla sem myndar ákveðið samband inn í þetta lið. Ég hef mikla trú á þessu liði þó svo að aðrir hafi hana ekki, þannig að það er bara mitt svar við þessu.“ Spurður út í markið sem Vestri skoraði í dag segist Davíð ekki getað eignað sér það og segir að það hafi verið ákveðinn heppni yfir þessu stigi í dag. Heppni getur vissulega verið sköpuð og það má segja að Vestri hafi gert það í dag. Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Ég ætla ekki að eigna mér það að við höfum skorað þetta mark. Við ætluðum okkur auðvitað að byrja seinni hálfleikinn af krafti og halda aðeins betur í boltann. Svo skorum við þetta mark á hálfgerðri tombólu. Þetta var ákveðinn heppni og það var heppni með okkur í dag, það er alveg klárt en stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi.“ Daði Berg Jónsson byrjaði í dag fyrir Vestra og var sprækur, hann þurfti aftur á móti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka. Davíð segir að það hafi ekki verið alvarlegt og hrósar Daða fyrir sinn leik í dag. „Ég held að hann hafi bara fengið smá krampa en ekkert alvarlegt. Hann var gríðarlega duglegur og flottur í leiknum.“ Glugginn enn opinn, eru þið að leita eftir nýjum leikmönnum áður en hann lokar? „Við erum alltaf opnir fyrir því að fá inn góða leikmenn. Það verða líka að vera leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera, ekki bara gæðalega heldur líka andlega. Við þurfum ákveðnar týpur af leikmönnum og ég er með fullan hóp af þannig týpum, þannig að ef við ætlum að fá okkur nýja leikmenn þurfa þeir að passa eins og flís við rass við það sem við erum að gera.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur með karakter liðsins hér í dag. Varnarlega fannst mér við vera frábærir, fórnuðum okkur í alla bolta og sýndum mikla liðsheild. Ég er aftur á móti ekkert rosalega sáttur með hvernig við vorum á boltanum í dag, mér fannst við eiga of mikið af skítugum sendingum sem við þurfum að hreinsa betur til í. Annars er ég bara sáttur með stigið sem við sóttum hér í dag,“ sagði Davíð Smári við Vísi eftir leik. En má ekki segja að þetta hafi verið sterkt stig í þessari fallbaráttu sem ykkur er spáð í? „Menn geta svo sem horft á það þannig en ég hef auðvitað mjög mikla trú á þessu liði mínu og á auðvitað stóran þátt í að setja það saman. Við erum með mikið af leikmönnum sem ætla að gera mikið við sýna ferla sem myndar ákveðið samband inn í þetta lið. Ég hef mikla trú á þessu liði þó svo að aðrir hafi hana ekki, þannig að það er bara mitt svar við þessu.“ Spurður út í markið sem Vestri skoraði í dag segist Davíð ekki getað eignað sér það og segir að það hafi verið ákveðinn heppni yfir þessu stigi í dag. Heppni getur vissulega verið sköpuð og það má segja að Vestri hafi gert það í dag. Davíð Smári segir sínum mönnum til.Vísir/Anton „Ég ætla ekki að eigna mér það að við höfum skorað þetta mark. Við ætluðum okkur auðvitað að byrja seinni hálfleikinn af krafti og halda aðeins betur í boltann. Svo skorum við þetta mark á hálfgerðri tombólu. Þetta var ákveðinn heppni og það var heppni með okkur í dag, það er alveg klárt en stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi.“ Daði Berg Jónsson byrjaði í dag fyrir Vestra og var sprækur, hann þurfti aftur á móti að fara meiddur af velli þegar skammt var til leiksloka. Davíð segir að það hafi ekki verið alvarlegt og hrósar Daða fyrir sinn leik í dag. „Ég held að hann hafi bara fengið smá krampa en ekkert alvarlegt. Hann var gríðarlega duglegur og flottur í leiknum.“ Glugginn enn opinn, eru þið að leita eftir nýjum leikmönnum áður en hann lokar? „Við erum alltaf opnir fyrir því að fá inn góða leikmenn. Það verða líka að vera leikmenn sem passa inn í það sem við erum að gera, ekki bara gæðalega heldur líka andlega. Við þurfum ákveðnar týpur af leikmönnum og ég er með fullan hóp af þannig týpum, þannig að ef við ætlum að fá okkur nýja leikmenn þurfa þeir að passa eins og flís við rass við það sem við erum að gera.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Valur Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira