Dæla tölvupóstum á ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 10:54 Yvon Chouinard er stofnandi og eigandi Patagoniu. Fyrirtækið berst gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala hér á landi. Vísir/Getty/Vilhelm Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur. Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu. Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu.
Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira