Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. apríl 2025 12:12 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. vísir/arnar Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum. Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“