Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar 7. apríl 2025 14:31 Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar