„Ekki leika þennan leik“ Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2025 13:47 Óvænt hefur Kristinn Hrafnsson nú skorað á stelpurnar í íslenska landsliðinu í handbolta að spila ekki við ísraelska liðið. vísir/samsett Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“ Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira