Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. apríl 2025 11:45 Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun