Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 14:23 Uppbyggingin myndi fela í sér mikla breytingu fyrir svæðið. Nordic Office of Architecture/Já Fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús mun rísa í stað bensínstöðvar og matsölustaðar við Birkimel í Reykjavík ef deiliskipulagsbreyting nær fram að ganga. Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs. Reykjavík Skipulag Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira