Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 16:55 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra og stendur fyrir breytingunni. Vísir/Ívar Fannar/Getty Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt reiknivél til að sýna áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts. Þetta kemur fram á tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem hægt er að prófa reiknivélina, slá inn tekjur hvors einstaklings fyrir sig og sjá hver áhrifin verða miðað við núgildandi reglur. Í tilkynningunni segir að eitt af markmiðum nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Tillögur um þessi atriði muni koma fram í haust í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2026. Ein slíkra breytinga sé niðurfelling ívilnandi reglu í lögum um tekjuskatt, um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Með reiknivélinni er hægt að slá inn tekjur tveggja einstaklinga til sjá hvort samsköttun sé í fyrsta lagi virk. Sé hún það er hægt að sjá hver eftirgjöf tekjuskatts sé vegna samnýtingarinnar bæði á ársgrunni og á mánuði. Tvö dæmi, annað þar sem báðir eru með 750 þúsund í tekjur og hitt þar sem annar er með 750 þúsund en hinn 1,4 milljón. Samsköttun stuðli að kynjamisrétti Reglan kom fyrst til framkvæmda árið 2011 og á við þegar annar einstaklingurinn er í efsta tekjuskattsþrepi en hinn nær ekki á sama tíma að fullnýta miðþrepið. Reglan heimilar þannig tilfærslu á tekjum úr efsta þrepi niður í miðþrep, en þó að ákveðnu hámarki. „Eftirgjöf ríkissjóðs vegna þessarar reglu nam um 2,7 ma.kr. á tekjuárinu 2023. Millifæranlegur persónuafsláttur milli hjóna og sambúðarfólks fellur ekki undir fyrirhugaðar breytingar og verður heimill áfram með óbreyttu sniði,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að samkvæmt álagningargögnum Skattsins séu það um sex prósent einstaklinga sem eigi kost á samsköttun. Ívilnunin nái því til lítils minnihluta þeirra sem eru á skattskrá, þar af séu það yfir áttatíu prósent karlar sem nýti ónýtt miðþrep maka eða sambúðaraðila. „Á þessu ári þarf annar aðili í hjónabandi eða skráðri sambúð að hafa yfir 15.901.523 kr. í árstekjur eða 1.325.127 kr. í mánaðartekjur til þess að reglan um samnýtingu skattþrepa taki gildi,“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti og að fyrirhuguð breyting muni í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur. Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. 8. apríl 2025 06:49 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Þetta kemur fram á tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem hægt er að prófa reiknivélina, slá inn tekjur hvors einstaklings fyrir sig og sjá hver áhrifin verða miðað við núgildandi reglur. Í tilkynningunni segir að eitt af markmiðum nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Tillögur um þessi atriði muni koma fram í haust í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2026. Ein slíkra breytinga sé niðurfelling ívilnandi reglu í lögum um tekjuskatt, um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Með reiknivélinni er hægt að slá inn tekjur tveggja einstaklinga til sjá hvort samsköttun sé í fyrsta lagi virk. Sé hún það er hægt að sjá hver eftirgjöf tekjuskatts sé vegna samnýtingarinnar bæði á ársgrunni og á mánuði. Tvö dæmi, annað þar sem báðir eru með 750 þúsund í tekjur og hitt þar sem annar er með 750 þúsund en hinn 1,4 milljón. Samsköttun stuðli að kynjamisrétti Reglan kom fyrst til framkvæmda árið 2011 og á við þegar annar einstaklingurinn er í efsta tekjuskattsþrepi en hinn nær ekki á sama tíma að fullnýta miðþrepið. Reglan heimilar þannig tilfærslu á tekjum úr efsta þrepi niður í miðþrep, en þó að ákveðnu hámarki. „Eftirgjöf ríkissjóðs vegna þessarar reglu nam um 2,7 ma.kr. á tekjuárinu 2023. Millifæranlegur persónuafsláttur milli hjóna og sambúðarfólks fellur ekki undir fyrirhugaðar breytingar og verður heimill áfram með óbreyttu sniði,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að samkvæmt álagningargögnum Skattsins séu það um sex prósent einstaklinga sem eigi kost á samsköttun. Ívilnunin nái því til lítils minnihluta þeirra sem eru á skattskrá, þar af séu það yfir áttatíu prósent karlar sem nýti ónýtt miðþrep maka eða sambúðaraðila. „Á þessu ári þarf annar aðili í hjónabandi eða skráðri sambúð að hafa yfir 15.901.523 kr. í árstekjur eða 1.325.127 kr. í mánaðartekjur til þess að reglan um samnýtingu skattþrepa taki gildi,“ segir í tilkynningunni. Í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti og að fyrirhuguð breyting muni í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur.
Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. 8. apríl 2025 06:49 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. 8. apríl 2025 06:49