„Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 11:31 Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Sit þar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Það er ekki ýkja krefjandi starf, ætli þetta hafi ekki verið í fjórða sinn sem ég hef þurft að taka sæti á þessu kjörtímabili. Ég átti ekki von á að þessi fundur yrði sérlega eftirminnilegur. Reyndin varð önnur – en það kom ekki til af góðu. Maður er ýmsu vanur úr herbúðum þessa meirihluta – og kannski fyrst og fremst frá bæjarstjóranum sem greinilega lítur á sína tilveru þannig að það eiga ekki að gilda sömu reglur um hana og aðra. Dagskrárefnið var meðal annars svokallaðar „hagræðingartillögur meirihlutans vegna nýgerðra kjarasamninga við kennara í skólum og leikskólum bæjarins“. Lágkúran var með ólíkindum. Þegar ég heyrði bæjarstjóra Kópavogs byrja að tala – þá rifjaðist upp texti úr lagi Stuðmanna af plötunni „Listin að lifa“ frá 1989 sem ber heitið „Bara ef það hentar mér“. Þar segir m.a: Ég sit með augun opin og sitthvað fyrir ber, ég sé það sem að hentar mér, svo hlusta ég á flest það sem hérna skrafað er og heyri það sem hentar mér. Svo skil ég fyrr en skellur í tönnunum á þér, ég skil það sem hentar mér. „Hagræðingartillögur“ meirihluta bæjarstjórnar voru fyrst og fremst á þá leið að „lækka laun kjörinna fulltrúa“ um 10%. Svo komu alls konar tillögur sem höfðu ekkert með „hagræðingu“ að gera. Auknar tekjur og lægri kostnaður vegna styttri viðveru nemenda í leikskólum bæjarins, sala eigna og svo aukning á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Að Kópavogsbær fái meiri tekjur frá ríkinu er gott mál – en hvað hefur það með „ráðdeild og sparsemi“ að gera? Breyttar forsendur fyrir fjárhagsáætlun (t.d. færri börn sem dvelja á leikskólum) hefur ekkert „hagræðingu“ að gera. Reyndar voru þarna tillögur eins og að hækka gjöld á smíðavöllum bæjarins og að stytta opnunartíma sundlauga í Kópavogi. Nokkuð sem skiptir engu máli í heildarsamhenginu en segir margt um hugarfar meirihlutans. Þessi meirihluti hefur dásamað „Kópavogsmódelið“ í rekstri 22 leikskóla bæjarins. Með þeirri ráðstöfun er verið er að flytja umönnun og kennslu á fyrsta skólastiginu inn á heimilin aftur – og lækkun kostnaðar er auðvitað afleiðingin. Engar rannsóknir hafa kannað hvað áhrif minnkandi meðaldvalartími barna á leikskólum bæjarins (úr 8,05 klst í 7,2klst) hefur haft á foreldra leikskólabarna í bænum og börnin sjálf – sem auðvitað skiptir höfuðmáli. Hins vegar vantar ekki sjálfumgleði meirihlutans vegna þessara breytinga, þó engin gögn styðji ágæti þessar breytingar. Mest sláandi var að bæjarstjórinn sjálfur mun ekki taka á sig þessar launalækkanir eins og aðrir kjörnir fulltrúar. Heildarlaun bæjarstjórans eiga einungis að lækka um 1,8%! Tillögur minnihlutans um að hún myndi lækka í launum eins og aðrir kjörnir fulltrúar voru snarlega felldar af meirihlutanum. Sem er óskiljanleg meðvirkni og ekkert annað en forréttindablinda. Hendum kennurum fyrir vagninn Ég hitti góðan og gegnan Framsóknarmann úr Kópavogi í vikunni. Hann hefur kennarabakgrunn og miklar efasemdir um þessa ráðstöfun. „Hvaða skilaboð er verið að senda til kennarastéttarinnar?“ spurði hann. „Það er verið að skapa hugrenningatengsl um að versnandi afkoma bæjarsjóðs sé þeim að kenna, jafnvel þó bæjarstjórn hafi átt aðild að þessum samningum með galopin augun. Hvað gerist næst? Það er mjög dapurt að henda kennarastéttinni með þessum hætti fyrir vagninn og gera þá ábyrga fyrir að hafa samið um kaup og kjör eins og aðrir í samfélaginu“ sagði þessi ágæti maður. Þeir sem í raun lenda í niðurskurði og beinlínis lækkun í launum eru kjörnir fulltrúar. Ótalin er sú fækkun funda sem þegar hefur tekið gildi en fundum nefnda hefur fækkað um allt að 50%. Er það hvetjandi fyrir fólk að taka þátt í grasrótarstarfi og hlúa þannig að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu? En menn vita að þetta er pópúlismi og gengur vel í marga. Menn geta haft skoðun á því hvort kjörnir fulltrúar séu með góð laun. Ég á t.d. sæti í skipulagsráði og reyni að sinna því í hvívetna með vönduðum undirbúningi fyrir fundi. Ég hef aldrei haft lélegra tímakaup um ævina – en það er gott og blessað, maður lítur á þátttöku sína sem framlag fyrir betra samfélagi. Það sem skiptir máli þar er hvort kjörnir fulltrúar sinni hlutverki sínu vel með því að undirbúa sig fyrir fundi og sinni sínu starfi af kostgæfni. Eitt má þó fullyrða: Það er enginn kjörinn fulltrúi á einhverjum „ofurlaunum“ – nema einn – það er bæjarstjórinn í Kópavogi sem telur að ekki eigi sömu reglur að gilda um hana og aðra. Það væri ekki hægt að skálda þetta. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og á sæti í umhverfis- og skipulagsráði Kópavogsbæjar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun