Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2025 08:00 Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er á fullu í krefjandi læknisnámi en um leið vinnur hún hver verðlaunin á fætur öðrum í ólympískum lyftingum. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Eygló sagði frá því að hún hafi nú klárað fjórða árið í læknisfræðinni. „Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt ár og það er svo gaman að finna að maður er á réttri hillu í lífinu. Lærði eitthvað nýtt á nánast hverjum degi og er svo spennt fyrir næstu árum að læra ennþá meira,“ skrifaði Eygló á Instagram síðu sína. „Er svo þakklát fyrir elsku bestu læknisfræði stelpurnar mínar og að fá að ganga í gegnum þetta með þeim. Þær gera þetta svo miklu skemmtilegra og hafa svoleiðis bjargað mér og komið mér í gegnum námið þegar það hefur verið brjálað að gera á öðrum sviðum í lífinu. Veit ekki hvar ég væri án þeirra (líklegast ennþá á 1.ári) en þær eru bestar og ég elska þær endalaus,“ skrifaði Eygló. Jú það var svo sannarlega mikið að gera hjá henni fyrir utan skólann í vetur enda hér á ferðinni ein fremsta íþróttakona landsins. Það er því gaman að fara aðeins yfir eitthvað af því sem hún afrekaði á meðan hún kláraði fjórða árið í læknisfræðinni sem á flestum bæjum er mjög krefjandi nám. Eygló Fanndal varð bæði Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum í vetur sem og Evrópumeistari 23 ára og yngri. Hún endaði árið síðan með því að ná fjórða sæti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í -71kg flokki með því að lyfta samanlagt 230 kílóum. Hún varð í þriðja sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins 2024 og var kosin Íþróttakona Reykjavíkur fyrir árið 2024. Eygló setti alls fjögur Norðurlandamet í í fullorðinsflokki á síðasta ári, tvö í snörun og tvö í samanlögðum árangri. Hún setti sex Íslandsmet í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Eygló var líka tilnefnd sem Lyftingakona ársins 2024 af lyftingasambandi Evrópu. Eygló keppir vanalega í 71 kílóa flokki en létti sig ekki fyrir smáþjóðamótið í lyftingum á Möltu í mars síðastliðnum og lyfti því í 76 kílóa flokki. Hún sló þá öll Íslandsmetin í 76 kílóa flokknum. Eygló er næst á leiðinni á Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum sem fer fram í Moldóvu dagana 13. til 21. apríl næstkomandi. Þar þykir hún líkleg til afreka í sínum flokki. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira