„Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 20:00 Manchester United hefur aldrei fengið eins mörk á sig síðan Amorim tók við, en má ekki staldra lengi við tapið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig. Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
„Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig.
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira