Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 23:31 Donald Trump hefur sett Harvard háskólanum skilyrði. EPA Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Málið hófst í lok mars þegar stjórn forsetans sagðist ætla endurskoða níu milljarða dollara styrk ríkisins til Harvard skólans. Styrkurinn samsvarar rúmri einni billjón íslenskra króna. Reuters greindi frá að ástæðan væri andgyðingsleg hegðun á skólalóð Harvard. Nemendur Harvard, auk annarra háskóla í landinu, höfðu tekið upp á að mótmæla árás Ísraela á Palestínu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi þá koma í gegn ýmsum stefnubreytingum innan skólans og segist ætla hætta styrkja Harvard samþykki þeir ekki breytingarnar. Meðal skilyrðanna er að banna andlitsgrímur á skólalóðinni, en nemendur sem mótmæltu voru oft með grímur svo þau þekktust ekki til að koma í veg fyrir að þau yrðu fyrir árásum á netinu. Þá átti skólinn líka að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum að skólanum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengdist fjölbreytni, jöfnuði og innlimun. Forsetinn vill að nemendur og kennarar við skólann hafi minna vald innan skólans og skólastjórnendur tilkynni hegðunarbrot alla erlenda nemenda til alríkisyfirvalda. Einnig eigi að ráða inn utanaðkomandi aðila í hverja fræðadeild til að tryggja að hver deild sé með „fjölbreytt sjónarmið.“ Samkvæmt umfjöllun New York Times kom ekki fram hver fjölbreyttu sjónarmiðin væru en það þýði alla jafna íhaldssöm sjónarmið. Föstudag síðastliðinn sendi forsetinn skólastjórnendum bréf þar sem hann krafðist þessara skilyrða. Stjórnendur Harvard hafa nú neitað að verða að þessum skilyrðum. „Engin stjórnvöld, sama hvaða flokkur er við stjórnvölinn, ætti að ákveða hvað einkareknir skólar mega kenna, hverjum þeir hleypa inn og ráða, hvað þeir kenna og hvaða rannsóknarsvið þeir stunda rannsóknir á,“ sagði Alan Garber, forseti Harvard, í yfirlýsingu.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira