Tveir „galdramenn“ í haldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2025 19:00 Hildur Bolladóttir og Bolli Ófeigsson eigendur Ófeigs gullsmiðju lentu í þjófagengi í gær sem þau lýsa eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo í tengslum við málið. Vísir Þaulskipulagt erlent þjófagengi lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörustíg í gær. Eigendur lýsa þjófunum eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo úr genginu og náð einhverju af þýfinu. Þá náðist myndband af bíræfnum vasaþjófum í Haukadal í gær. Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart. Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart.
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira