Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 13:03 Bergur Vilhjálmsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Þessa kerru ætlar hann að draga frá Goðafossi út að Gróttuvita. Vísir/Stefán Maður sem ætlar að ganga rúmlega fjögur hundruð kílómetra með hundrað kílóa kerru í eftirdragi segir gönguna táknræna. Hann gengur til að vekja athygli á starfsemi Píetasamtakanna. Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri. Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Í fyrravor gekk Bergur Vilhjálmsson hundrað kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur með níðþungan sleða í eftirdragi fyrir sama málstað. Nú er komið að enn stærra verkefni því Bergur ætlar að ganga frá Goðafossi, gegnum Sprengisand, og til Reykjavíkur, rúmlega fjögur hundruð kílómetra leið. Þá verður hann með gula kerru í eftirdragi, sem mun vega um hundrað kíló. „Þeir sem hafa farið Sprengisand vita að þetta er bara auðn. Þetta er pínulítið eins og að vera á tunglinu, sem er táknrænt fyrir Píetasamtökin. Þeir sem leita til þeirra halda oft að þeir séu bara aleinir í heiminum. Þannig mér finnst táknrænt að fara Sprengisand. Þetta er ekki auðveld leið, þetta er ekki bara þjóðvegurinn,“ segir Bergur. Í kerrunni verða helstu nauðsynjar og á hverjum morgni mun Bergur lesa bréf frá aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi. Þá er kerran einnig táknræn. „Þeir sem þurfa aðstoð hjá Píeta eru oft með mikla byrði til að draga. Þeir eru oft að draga hana einir. Það er það sem vagninn á að sýna, það eru byrðarnar sem fólk er að burðast með,“ segir Bergur. Gerð verður heimildamynd um gönguna og hægt verður að fylgjast með gangi mála og undirbúningnum á samfélagsmiðlum verkefnisins. „Við ætlum að sýna hans sögu, búa til myndlíkingarnar sem fólk er að glíma við sem er að glíma við andlega vanlíðan. Svo er heildarmarkmiðið að okkur langar að ýta undir þennan málstað og stækka samfélagslegu áhrifin. Svona framtak eru auðvitað frábær en þau eru skammlíf, því þetta tekur stuttan tíma og deyr kannski út, en okkur langar að teygja þetta eins og við getum. Fara með þetta út um allt,“ segir Teitur Magnússon, leikstjóri.
Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira