Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. apríl 2025 23:02 Krossfestingin í ár var sú 36. hjá Filippseyingnum Ruben Enaje. Þar í landi er áralöng hefð fyrir því að menn sviðsetji krossfestingu Jesú krists á föstudaginn langa. Myndin er tekin í fyrra. EPA Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag. Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag.
Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira