Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa Íslendingar sem tóku þátt í uppbyggingu Cargolux því hvernig þetta íslenska hugarfar gerði gæfumuninn. Hlutunum var reddað og verkefnið klárað.

Agnar Sigurvinsson, sem stýrði vinnu flugvirkjanna um tíma, segir Íslendingana hafi skarað fram úr. Þeir hafi keppst við að klára verkið á meðan Bretar og Þjóðverjar hafi þurft taka sinn tetíma eða kaffitíma.
„Við erum náttúrlega vertíðarfólk, Íslendingar. Við fórum bara á vertíð og drifum þetta af,“ segir Jóhannes Kristinsson, fyrrverandi flugstjóri.
Fjallað er um íslenska starfsandann hjá Cargolux í þessu fimm mínútna myndskeiði:
Þetta er seinni þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á morgun, páskadag, klukkan 17:40.
Næsti þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni. Hann verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld, 22. apríl.
Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er.
Hér er kynningarstikla þáttanna: