Enski boltinn

Guar­diola segir Meistara­deildarsæti vera nóg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guardiola segir það hrokafullt að telja Meistaradeildarsæti ekki vera nóg.
Guardiola segir það hrokafullt að telja Meistaradeildarsæti ekki vera nóg. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

„Ég myndi segja að sigurinn hafi verið stór, sérstaklega ef miðað er við hversu góðan sigur þeir unnu síðast (á Nottingham Forest) og að hvorki Arsenal né Liverpool unnu hér,“ sagði Pep Guardiola eftir sigur sinna manna í Manchester City gegn Everton á útivelli.

Englandsmeistarar Man City eru ekki með í baráttunni um titilinn heldur um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

„Ég hef reynt að sannfæra leikmennina um að komast í Meistaradeild Evrópu í þessu landi, í þessari deild, sé mikið afrek. Að vera í Meistaradeildinni er nóg, að halda að það sé ekki nóg væri hrokafullt.“

„Ef þú vinnur þá sýnir þú karakter, ef þú tapar ertu karakterslaus. Það er mottóið. Það sem þessir leikmenn hafa gert undanfarinn áratug, ég er svo þakklátur. Hvað sem hefur gengið á, sérstaklega í ár. Hefur verið virkilega erfiður tími vegna fjölda ástæðna, sérstaklega vegna meiðsla.“

„Við erum langt á eftir Liverpool og Arsenal en í kvöld förum við að sofa í fjórða sæti,“ sagði Pep að endingu.

Það er mikil spenna í baráttunni um Meistaradeildarsæti sem stendur. Newcastle United er með 59 stig í 3. sæti, Man City er með 58 á meðan Forest sem á leik til góða er með 57 þar á eftir. Aston Villa er einnig með 57 stig og Chelsea getur með sigri á Fulham komist upp í 57 stig á morgun, sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×