Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2025 08:54 Vance og fjölskylda vörðu föstudeginum langa í Róm. Páfagarður Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu. Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu.
Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira