Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2025 09:01 Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR. vísir / sigurjón Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar. Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Glænýtt gervigras Sögufrægt gras aðalvallarins var rifið upp í desember síðastliðnum og gervigras verður lagt í staðinn. Upphaflega var stefnt á að völlurinn yrði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestu deildinni. Svo varð ekki, KR spilaði og mun spila fyrstu tvo heimaleikina hið minnsta á Þróttaravellinum í Laugardal. „Jarðvegurinn hefur verið að stríða okkur, eins og suma grunaði, það hefur verið svolítið erfitt… Fróðir menn segja mér að hér var bara mýri og ruslahaugur og eitthvað, þannig að það þurfti að jarðvegsskipta aðeins meira en í fyrstu var talið.“ Völlurinn lítur út eins og malarnáma. stöð 2 / skjáskot Alls óvíst hvenær fyrsti leikurinn fer fram Samkvæmt leikjaplani KSÍ verður fyrsti leikur á aðalvellinum spilaður 10. maí en miðað við útlitið á vellinum núna er erfitt að sjá það raungerast. „Við ætluðum okkur að spila hérna 10. maí. Það verður sjálfsagt erfitt, þannig að hvort þetta verði í lok maí eða byrjun júní, ætli það sé þá ekki næst á eftir ef við náum þessa ekki fyrir tíunda“ sagði Pálmi. Bjössi ehf. er verktakinn og hefur unnið gott starf í vetur samkvæmt Pálma. stöð 2 / skjáskot „Svo er það bara þannig þegar jarðvegur er annars staðar, þá getur það verið erfitt, og það hefur bara verið staðan. Jarðvegurinn var erfiðari við okkur en við vorum að vonast eftir“ sagði Pálmi einnig, strax farinn að slá varnagla við að fyrsti leikur fari fram í lok maí eða byrjun júní. Drónamynd af KR vellinum síðasta miðvikudag. stöð 2 / skjáskot Tækninýjungar Jarðvegsvinnan til að skipta út grasinu er þó ekki eina vinnan við KR völlinn í vetur, ráðist var í fleiri verkefni og meðal annars lagðar línur fyrir gervigreindar sjónvarpsútsendingar af fyrirtækinu OZ. „Við erum undirbúa okkur í það að vera með völl sem er til framtíðar. Þá þurfum við að vera klárir með allt, varðandi rafmagn og allt. Vera klárir í það sem framtíðin gefur okkur og meðal annars OZ græjurnar, vera með möguleikann á því“ sagði Pálmi að lokum. Fjallað var um vallarmál KR í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira