Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 12:12 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni lögmanns á meinta vanþekkingu hennar á eigin málaflokki. Starfshópur sem hún skipaði til að yfirfara reglur um dvalarleyfi sé mannaður af sérfræðingum í málaflokknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira