Erlent

Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðar­brest hafi verið að ræða

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. EPA

Bandaríkjaforseti segist standa með varnarmálaráðherranum eftir að annað lekamál kom upp. Ráðherrann lak trúnaðarupplýsingum um árásir Bandaríkjahers með eiginkonu sinni, bróður og lögfræðing.

Karoline Leavitt, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti að Donald Trump Bandaríkjaforseti stæði með Hegseth. Hún neitaði því, fyrir hönd forsetans, að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi deilt trúnaðarupplýsingum í bæði skiptin sem lekamál hefur komið upp.

„Forsetinn hefur mikla trú á ráðherranum Hegseth. Ég talaði um þetta við hann í morgun og hann stendur með honum,“ sagði Leavitt.

Þetta er í annað skipti sem lekamál á vegum ríkisstjórnar repúblikana kom upp. Í fyrra skiptið bætti Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ritstjóra The Atlantic fyrir mistök í spjallhóp þar sem þeir töluðu um hvenær umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen ættu að hefast og hvernig þær færu fram.

Meðal þeirra sem voru í spjallhópnum voru JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Hegseth, áðurnefndur varnarmálaráðherra.

Í gær var greint frá því að Hegseth hefði greint frá upplýsingum um sömu árás Bandaríkjahers með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum, og Tim Parlatore, lögfræðing ráðherrans. Bæði Phil og Tim starfa hjá varnarmálaráðuneytinu en eru ekki nógu hátt settir til að búa yfir þess konar vitneskju. 

Samkvæmt Reuters voru alls um tólf manns í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×