Innlent

Barn á óskoðuðum bíl á 151 kíló­meters hraða

Árni Sæberg skrifar
Talsvert var um skemmtanahöld á Norðurlandi vestra um páskana, meðal annars á Ísafirði þar sem hátíðin Aldrei fór ég suður var haldin. Ekki kemur fram hvar í umdæminu ungi ökuþórinn stundaði sinn hraðakstur.
Talsvert var um skemmtanahöld á Norðurlandi vestra um páskana, meðal annars á Ísafirði þar sem hátíðin Aldrei fór ég suður var haldin. Ekki kemur fram hvar í umdæminu ungi ökuþórinn stundaði sinn hraðakstur. Vísir/Vilhelm

Talsverður erill var hjá Lögreglunni í Norðurlandi vestra yfir páskana. Meðal verkefna var að hafa afskipti að ökumanni á barnsaldri sem ók óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða á klukkustund.

Í tilkynningu á vef Lögreglunnar segir að alls séu rúmlega 240 mál skráð hjá embættinu frá miðnætti á miðvikudag, fram til miðnættis á mánudag. Talsvert hafi verið um skemmtanahöld sem hafi að mestu vel farið vel fram. Fylgst hafi verið gaumgæfilega með ástandi og réttindum ökumanna.

Mikil umferð hafi verið um umdæmið og talsverður hraði á umferðinni. Alls hafi um 130 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. 

Nokkuð margir hafi ekið á 120 til 130 kílómetra hraða á klukkustund en tveir ökumenn megi eiga von á því að missa ökuleyfi sitt tímabundið. Annar þeirra hafi ekið á 148 kílómetra hraða og hinn á 151 kílómeters hra. Þá hafi hinn síðarnefndi einnig verið boðaður með ökutæki sitt í skoðun. Haft hafi verið samband við foreldra viðkomandi ökumanns sem og afskiptin tilkynnt til viðeigandi barnaverndar, en ökumaðurinn hefði ekki náð átján ára aldri.

„Við sjáum glöggt að bensínfóturinn er að þyngjast með hækkandi sól, við hins vegar brýnum fyrir ökumönnum að gæta að hámarkshraða því það er allra hagur að enginn slasist í umferðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×