„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2025 09:01 Vilhjálmur Birgisson hafði mikla trú á tvíburunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum sem þjálfurum. Arnar er núna þjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/hulda margrét/vilhelm Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. Farið var yfir fyrstu skref Arnars og Bjarka í þjálfun sumarið 2006 í þriðja þætti A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna. Illa gekk hjá ÍA í upphafi tímabils 2006 og Ólafur Þórðarson hætti sem þjálfari liðsins. Við starfi hans tóku Arnar og Bjarki, blautir á bak við eyrun í þjálfarabransanum. „Við vorum bara langt frá þeirri hugsun að vera þjálfarar. Datt það ekki í hug. Gleymdu hugmyndinni,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Mig minnir að Vilhjálmur Birgisson, núverandi verkalýðsfrömuður, hafi verið með mesta drifkraftinn á bak við þessa hugmynd, að við myndum taka við,“ sagði Arnar. „Hann sá greinilega eitthvað í okkur sem við sáum ekki,“ bætti Bjarki við. „Hann vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara,“ sagði Arnar og hló. Klippa: A&B - tóku óvænt við ÍA 2006 ÍA lenti í 6. sæti efstu deildar sumarið 2006 en eftir það tók Guðjón Þórðarson við liðinu. Arnar og Bjarki fóru í kjölfarið til FH. Þeir tóku aftur við þjálfun ÍA um mitt tímabil 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og hættu svo um mitt sumar 2009. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport sunnudaginn 27. apríl. Besta deild karla ÍA A&B Akranes Tengdar fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999. 11. apríl 2025 09:01 Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti. 10. apríl 2025 09:00 Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. 9. apríl 2025 09:01 Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00 Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02 Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30 Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Farið var yfir fyrstu skref Arnars og Bjarka í þjálfun sumarið 2006 í þriðja þætti A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna. Illa gekk hjá ÍA í upphafi tímabils 2006 og Ólafur Þórðarson hætti sem þjálfari liðsins. Við starfi hans tóku Arnar og Bjarki, blautir á bak við eyrun í þjálfarabransanum. „Við vorum bara langt frá þeirri hugsun að vera þjálfarar. Datt það ekki í hug. Gleymdu hugmyndinni,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Mig minnir að Vilhjálmur Birgisson, núverandi verkalýðsfrömuður, hafi verið með mesta drifkraftinn á bak við þessa hugmynd, að við myndum taka við,“ sagði Arnar. „Hann sá greinilega eitthvað í okkur sem við sáum ekki,“ bætti Bjarki við. „Hann vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara,“ sagði Arnar og hló. Klippa: A&B - tóku óvænt við ÍA 2006 ÍA lenti í 6. sæti efstu deildar sumarið 2006 en eftir það tók Guðjón Þórðarson við liðinu. Arnar og Bjarki fóru í kjölfarið til FH. Þeir tóku aftur við þjálfun ÍA um mitt tímabil 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og hættu svo um mitt sumar 2009. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport sunnudaginn 27. apríl.
Besta deild karla ÍA A&B Akranes Tengdar fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999. 11. apríl 2025 09:01 Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti. 10. apríl 2025 09:00 Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. 9. apríl 2025 09:01 Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00 Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02 Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30 Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02 Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999. 11. apríl 2025 09:01
Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti. 10. apríl 2025 09:00
Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Bjarki Gunnlaugsson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann lék með Brann í Noregi. Hann var harðlega gagnrýndur og kallaður verstu kaup í sögu Brann. 9. apríl 2025 09:01
Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna. 3. apríl 2025 09:00
Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma. 2. apríl 2025 09:02
Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. 31. mars 2025 07:30
Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. 30. mars 2025 11:02