Eftir fráfall Frans páfa styttist nú óðfluga í að næsti páfi kaþólsku kirkjunnar er valinn. Það gera kardínálar fyrir luktum dyrum í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði. Lesa má nánar um aðferðina sem notuð er til að velja nýjan páfa hér. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Þar af leiðandi getur reynst erfitt að spá fyrir um hver næsti páfi verður. Margir keppast þó við það nú að taka saman lista yfir mögulega kandídata. Hér eru nokkur þessara nafna sem sett hafa verið í hattinn tekin fyrir. Hægri hönd páfans Pietro Parolin er nafn sem kemur nánast undantekningarlaust upp þegar mögulegir næstu páfar eru skoðaðir. Parolin er sjötugur og frá Ítalíu, þaðan sem 217 páfar, af 266, hafa komið. Parolin var talinn hægri hönd Frans páfa, en hann hefur gegnt einu valdamesta embætti Páfagarðs frá árinu 2013, þegar Frans var kjörinn. Þar af leiðandi telja sumir eðlilegast að hann taki við keflinu. Þar á undan hafði hann, frá 2009, gegnt einskonar utanríkisráðherraembætti undir Benedikt páfa. Þar áður var hann sendiherra Páfagarðs í Venesúela, þar sem hann er sagður hafa varið kirkjuna gagnvart Hugo Chavez, þáverandi forseta, sem vildi veikja mátt hennar. Undanfarna mánuði, meðan Frans glímdi við veikindi, tók Parolin að sér aukið ábyrgðarhlutverk og sinnti mörgum störfum páfans. Hann hefur þótt öflugur diplómati, en hann mun hafa styrkt samband Vatíkansins við Kína. Sumir telja rökréttast að hægri hönd páfans, Pietro Parolin, takið við af honum.EPA Samkvæmt Reuters þykir Parolin mögulegur málamyndakandídat milli frjálslyndra og íhaldssamra í kirkjunni. Akkilesarhæll Parolin, að sögn Politico, er að hann sé ekki með næga persónutöfra. Jafnframt þykir hann ekki hafa sinnt nægilega mikilli guðsþjónustu. Samkvæmt veðbönkum eru tveir kandídatar hnífjafnir á toppnum. Parolin og Luis Antonio Tagle þykja jafnlíklegastir til að ná kjöri. Kallaður „Asíski Frans“ eða „Chito“ Luis Antonio Tagle, 67 ára Filippseyingur, er fyrrverandi erkibiskup Manilla. Líkt og Parolin er að finna nafn hans á nánast öllum listum yfir mögulega arftaka. Yrði Tagle kjörinn yrði hann fyrsti asíski páfinn í mörg hundruð ár, en um þessar mundir er Asía sú álfa þar sem fjöldi kaþólskra íbúa er í mestum vexti. Tagle hefur verðið kallaður hinn „asíski Frans“ þar sem stefnumál hans þykja að miklu leyti lík síðasta páfa. Tagle er þó sagður kunna betur við gælunafn sitt „Chito“. Samkvæmt Independent er Tagle talinn vinstrisinnaður. Hann hefur gagnrýnt viðhorf kirkjunnar gagnvart samkynhneigðum, ógiftum mæðrum, og fráskildum kaþólikkum. Hann er sagður frjálslyndasti kandídatinn af þeim sem eru taldir virkilega líklegir til að hljóta útnefninguna. The Guardian getur þó þess að Tagle hafi verið mótfallinn réttindum til þungunarrofs í Filippseyjum. Luis Antonio Tagle þykir einn sá allra líklegasti til að taka við keflinu.EPA Í síðustu páfakosningum, árið 2013, var Tagle líka orðaður við embættið, en þá er hann talinn of ungur. Þó að rúmur áratugur sé liðinn gæti aldurinn þó enn verið honum hindrun, en þeir sem eru kjörnir páfar eru yfirleitt í eldri kantinum. Árið 2015 var Tagle skipaður forseti Caritas Internationalis, góðgerðarsamtaka á vegum kaþólsku kirkjunnar. Árið 2022 rak Frans páfi alla stjórn samtakanna í kjölfar hneykslismála, sem vörðuðu ásakanir um einelti og niðurlægingu starfsmanna. Samkvæmt Reuters hafði Tagle ekki sinnt daglegum störfum hjá samtökunum, en hann var engu að síður einn þeirra sem var látinn fara. Í kjölfar ákvörðunar páfans sagði Tagle að nú væri mikilvægt að horfast í augu við mistökin sem áttu sér stað. Reuters segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort þetta mál muni hafa áhrif á kjörþokka Tagle. Brennir engar brýr Að mati veðbanka er sá þriðji líklegasti til að hreppa hnossið, Péter Erdő, 72 ára gamall Ungverji. Yrði hann valinn er búist við mikilli stefnubreytingu frá störfum Frans. Hann var nokkuð til umræðu sem mögulegur páfi árið 2013 meðal annars vegna mikilla tengsla hans við Evrópu aðrar heimsálfur, líkt og Afríku og Suður-Ameríku. Hann er sagður hafa verið öflugur í að endurvekja trúna í Evrópu, sem er sagt mikilvægt baráttumál hjá mörgum kardínálum. Erdő þykir vera sá íhaldssami kandídat sem á mestan séns. Engu að síður er það mat Reuters að val á honum yrði ákveðin málamiðlun. Hann sé frá íhaldssömu blokkinni, en hafi þrátt fyrir það unnið með og náð sáttum við frjálslyndari væng Frans páfa. Til að mynda er bent á það að hann hafi aldrei lent í deilum við Frans páfa, ólíkt öðrum íhaldssömum. Að því sögðu tók hann aðra afstöðu en Frans árið 2015 varðandi flóttamenn. Frans hafði kvatt kirkjur til að taka á móti flóttamönnum. Erdő var á öðru máli og sagði að það myndi auka við mansal. Með því þótti hann vera að styðja við stefnu Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Af íhaldssömum kostum þykir Péter Erdő líklegri en aðrir.EPA New York Times segir Erdő vera slyngan diplómata. Líkt og áður segir sé hann með góð tengsl við aðrar heimsálfur. Jafnframt hafi hann náð vel til annarra trúarhópa. Hann hafi gjarnan sótt minningarathafnir vegna helfararinnar. Meðal annars vegna þess hafa leiðtogar gyðinga hrósað honum hástert og sagt hann mikilvægan meðan gyðingaandúð fer vaxandi í Ungverjalandi. Reuters bendir á að Erdő búi yfir mikilli tungumálakunnáttu. Hann tali mjög góða ítölsku, og sé jafnframt fær í þýsku, frönsku, spænsku og rússnesku. Kunnátta hans í síðastnefnda málinu er talið geta lægt öldur milli kaþólsku kirkjunnar og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, eftir að sambandið rofnaði vegna innrásarinnar í Úkraínu. Hann er þó ekki talinn góður ræðumaður, að sögn Reuters. Almennt teljist það mikill ókostur, en að mati einhverra myndi ávinningur felast í því. Sumir kardínálar vilji rólegri páfa eftir „flugeldasýninguna“ sem fylgdi páfatíð Frans. Fyrsti páfinn frá Afríku í mörg hundruð ár? Peter Turkson, 76 ára gamall Ganverji, gæti orðið fyrsti afríski páfinn í háa herrans tíð. Um tíma þótti hann líklegastur árið 2013, og er nú aftur í umræðunni. Kaþólsk trú fer vaxandi í Afríku en er á undanhaldi í Evrópu. Samkvæmt The Independent telja því sumir að þungamiðja hennar sé að færa sig um set til þróunarríkja. Reuters segir æsku Turkman hafa verið lítilláta. Hann hafi verið fjórði sonur tíu systkina hóps frá litlum bæ. Faðir hans hafi unnið í námu og sem trésmiður, meðan móðir hans seldi grænmeti á markaðinum. Í hitteðfyrra sagði hann við BBC að í bænum sínum óskaði hann þess að hann yrði ekki næsti páfi. Að mati einhverra er það líklega ósatt, þar sem Turkson hafi verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið, og látið eins og hann væri að sækjast eftir embættinu. Verður Peter Turkson fyrsti páfinn sem kemur sunnan Sahara-eyðimerkurinnar?Getty Turkson þykir bæði búa yfir íhaldssömum og frjálslyndum viðhorfum. Annars vegar hefur hann talað mikið fyrir baráttu gegn loftslagsbreytingum og fátækt. Hins vegar hefur hann sagt hjónaband eiga vera á milli karls og konu, og varið viðhorf sem andmæla samkynhneigð. Samkvæmt Guardian hafa viðhorf hans breyst eitthvað undanfarið. Hann hafi til að mynda talað um að lög gegn samkynhneigð í mörgum Afríkulöndum séu of ströng. Hneykslismál gætu aftrað honum, að mati Politico, en í því samhengi er minnst á að árið 2013 gaf hann til kynna að kynferðisleg misnotkun á börnum af höndum kaþólskra presta væri ólíklegri í Afríku en Evrópu vegna menningarmuns. Jafnframt er minnst á að ári áður hafi hann beðist afsökunar eftir að hafa deilt myndbandi þar sem varað var við útbreiðslu Íslam í Evrópu. Götupresturinn á hjólinu Matteo Zuppi, 69 ára gamall Ítali, er sagður hafa verið einn eftirlætis kardínáli Frans páfa. Árið 2015, þegar hann var skipaður erkibiskup í Bologna var hann kallaður hinn „ítalski Bergoglio“, vegna sambands síns við Frans páfa, hvers skírnarnafn var Jorge Mario Bergoglio. CNN bendir á að Zuppi þyki góður diplómati. Frans hafi gert hann að yfirmanni friðarverkefnis kirkjunnar varðandi Úkraínu og Rússland. Sem slíkur hefur hann bæði heimsótt Volodómír Selenskí Úkraínuforseta og Kírill patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Matteo Zuppi er sagður lítið fyrir pomp og prakt. Stundum sést til hans á hjóli í Bologna.EPA Þá var hann meðlimur kaþólsku samtakanna Sant’Egidio, en þar mun hann hafa verið hluti af teymi sem hjálpaði til við að koma á friði eftir borgarastyrjöldina í Mósambík, sem lauk árið 1992. Zuppi þykir í frjálslyndari kantinum, en samkvæmt Reuters er hann þekktur sem „götuprestur“ sem leggur áherslu á fátæka og flóttamenn. Þá sé hann lítið fyrir pomp og prakt. Fram kemur að í Bologna sjáist oft til hans á reiðhjóli frekar en akandi á bíl. Gæti reynst vel að segja lítið Það eru fleiri Ítalir í spilinu. Einn þeirra er Pierbattista Pizzaballa, sem er sextugur höfuð kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem, en þar hefur hann búið í þrjá áratugi. Þrátt fyrir að Pizzaballa hafi ekki verið kardínáli um langa hríð, hann var skipaður 2023, þá telja margir að reynsla hans af átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs gæti komið að góðum notum í Páfagarði. Samkvæmt Politico hefur Pizzaballa sagst hafa rætt við Hamas-samtakanna í „illri nauðsyn“. The Guardian minnist á að í kjölfar árásar Hamas á Ísrael þann 7. október 2023 hafi Pizzaballa boðið sjálfan sig sem gísl í staðinn fyrir börn sem Hamas hafði í haldi. Pizzaballa heimsótti Betlehem síðastliðinn aðfangadag.EPA New York Times bendir á að Pizzaballa hafi lítið tjáð sig um umdeild málefni innan kirkjunnar. Einhverjir telja að það gæti reynst honum vel til að tryggja sér tvo þriðju atkvæða, sem er það sem þarf til að verða páfi. Þrátt fyrir það telja margir hann of ungan til að taka við völdum í Páfagarði. Eyðilagði bókin möguleikann? Lengi vel þótti Robert Sarah, 79 ára gamall Gínei, bjartasta von Afríku á að eignast páfa. Hann er íhaldssamur og samkvæmt heimildum Politico hefur hann komið sjálfum sér á framfæri sem „hliðstæðu valdi“ gagnvart Frans páfa. Robert Sarah var óhræddur við að deila við Frans páfa. Mun það auka vinsældir hans eða verða honum að falli?Getty Samkvæmt AP er Sarah dáður af íhaldssama armi kirkjunnar og er talið að sem páfi myndi hann líkjast páfunum tveimur sem komu á undan Frans, Jóhannesi Páli 2. og Benedikt 16. Honum lenti nokkrum sinnum saman við Frans, en frægasta dæmið var þegar hann skrifaði bók ásamt Benedikt sem þá var sestur í helgan stein, árið 2020 þar sem þeir vörðu klerkaskírlífi, að kaþólskur prestdómur og hjónabönd færu ekki hönd í hönd. Skrifin voru í andstöðu við stefnu Frans, sem var um sama leyti að íhuga giftum mönnum á Amazon-svæðinu að gerast prestar, og þótti einhverjum að með bókinni væri gerð atlaga að völdum páfans. Samkvæmt AP telja sumir að Sarah hafi blekkt Benedikt til að skrifa sig fyrir bókinni. Jafnvel helstu stuðningsmenn Sarah telja að þetta mál hafi skaðað möguleika hans á að varða páfi. Leiðtogi íhaldssamra Hinn bandaríski Raymond Burke er, samkvæmt Politico, sagður raunverulegur leiðtogi íhaldssams arms kaþólsku kirkjunnar sem var í eins konar stjórnarandstöðu á meðan Frans var páfi. Burke gæti orðið fyrsti bandaríski páfinn. Burke, sem er 76 ára gamall, var ítrekað í átökum við Frans og gagnrýndi hann páfann fyrir „woke“ stefnumál, og sagði hann kirkjuna vera orðna of „kvenlega“. Raymond Burke er álitinn leiðtogi íhaldssamra þar af leiðandi efast sumir um að hann geti náð kjöri.Getty Á meðal þess sem Burke gagnrýndi Frans fyrir var að leyfa fráskildu og endurgiftu fólki að taka þátt í altarisgöngu. Það sama sagði hann um kaþólska stjórnmálamenn sem vilja lögleiða þungunarrof, líkt og Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Hann hefur jafnframt sagst andvígur nýju viðhorfi kirkjunnar gagnvart getnaðarvörnum og samkynhneigðum. Líkt og áður segir er hann álitinn leiðtogi íhaldssamra. Hann þykir þó ekki endilega gott páfaefni. Óvirkur alki sem lyftir lóðum Burke þarf reyndar ekki að vera líklegasti Bandaríkjamaðurinn. Að mati Reuters og CNN er Joseph Tobin í betri stöðu. Tobin, sem er 72 ára og erkibiskupinn í Newark, hefur starfað víða um heim, meðal annars í Páfagarði, og talar fimm tungumál reiprennandi. Hann þurfti að takast á við einn umfangsmesta skandal kaþólsku kirkjunnar á undanförnum árum, en árið 2018 var forveri hans, Theodore McCarrick, fjarlægður úr embætti erkibiskups vegna ásakana um að brjóta kynferðislega á guðfræðinemendum. McCarrick neitaði alfarið sök, en sagði af sér sem kardínáli. Nefnd á vegum Vatíkansins komst að því að hann væri sekur og var hann sviptur hempunni. McCarrick lést fyrr í þessum mánuði. Tobin hefur verið hrósað fyrir hvernig hann tók á málinu. Á meðal aðgerða hans var að gera opinber leynileg skjöl varðandi sáttagreiðslur milli biskupsdæmisins og þolendanna. Tobin hefur þurft að takast á við flókin verkefni sem erkibiskup í Newark.EPA Tobin er sagður mikill vexti og þekktur fyrir að lyfta lóðum. Hann er elstur úr þrettán systkina hópi og hefur tjáð sig um að vera óvirkur alkóhólisti. Hann er þekktur fyrir að styðja hinsegin fólk, en árið 2017 sagði hann of marga innan kirkjunnar hafa meinað því aðgang að guðsþjónustu. Kallaður „Jóhannes 24.“ Samkvæmt frönskum fjölmiðlum er Jean-Marc Aveline, 66 ára gamall Frakki, þekktur sem „Jóhannes 24.“ en það mun vera vegna þess að hann þykir líkur Jóhannesi 23. sem var páfi í lok sjötta og byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Í umfjöllun Reuters er bent á að Frans hafi einhvern tímann sagt, á léttu nótunum, að arftaki hans myndi taka sér nafnið Jóhannes 24. Aveline er sagður léttur í lundu, samræðugóður og mikill brandarakall. Þá sé hann hugmyndafræðilega á svipuðum stað og Frans. Jean-Marc Aveline er sagður mikill brandarakall.EPA Á valdatíð Frans náði Aveline miklum árangri í starfi. Hann varð biskup árið 2013, erkibiskup árið 2019 og gerður kardínáli þremur árum síðar. Yrði Aveline kjörinn yrði hann fyrsti franski páfinn síðan á fjórtándu öld. Aveline kann ekki ítölsku og gæti það orðið honum að falli. Páfinn er einnig biskupinn í Róm, en samkvæmt Reuters, fylgir starfinu mikið valdatafl og mikilvægt fyrir páfann að þekkja ráðabruggið sem fyrirfinnst í borginni. Páfi frá Norðurlöndum? Einn norðurlandabúi er nefndur til sögunnar af New York Times sem mögulegur arftaki Frans. Það er Anders Arborelius, 75 ára Svíi, er biskup kaþólsku kirkjunnar í Stokkhólmi. Í umfjöllun New York Times er bent á að Svíar séu að miklu leyti utan trúfélags og hafi áður fyrr fyrst og fremst verið Lúterstrúar. Þrátt fyrir það fer kaþólikkum fjölgandi þar í landi, og er eitt af fáum Evrópulöndum þar sem það á við. Myndu íbúar á Norðurlöndum streyma í kaþólsku kirkjuna ef Svíi yrði páfi?EPA Í nýlegu viðtali sagði Arborelius að helstu áskoranir kirkjunnar væru að byggja brýr í heimi þar sem skautun er fyrirferðarmikil og gefa konum aukna vigt innan kirkjunnar. Þá væri jafnframt mikilvægt að hjálpa fjölskyldum að gefa trúnna áfram til komandi kynslóða. Árið 2006, þegar sænska lútherska kirkjan leyfði samkynja hjónabönd, lýsti Arborelius sig andvígan því. Hann sagði að ákvörðunin myndi gera samtal milli þessara tveggja kirkjustofnanna erfiðara. Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent
Lesa má nánar um aðferðina sem notuð er til að velja nýjan páfa hér. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Þar af leiðandi getur reynst erfitt að spá fyrir um hver næsti páfi verður. Margir keppast þó við það nú að taka saman lista yfir mögulega kandídata. Hér eru nokkur þessara nafna sem sett hafa verið í hattinn tekin fyrir. Hægri hönd páfans Pietro Parolin er nafn sem kemur nánast undantekningarlaust upp þegar mögulegir næstu páfar eru skoðaðir. Parolin er sjötugur og frá Ítalíu, þaðan sem 217 páfar, af 266, hafa komið. Parolin var talinn hægri hönd Frans páfa, en hann hefur gegnt einu valdamesta embætti Páfagarðs frá árinu 2013, þegar Frans var kjörinn. Þar af leiðandi telja sumir eðlilegast að hann taki við keflinu. Þar á undan hafði hann, frá 2009, gegnt einskonar utanríkisráðherraembætti undir Benedikt páfa. Þar áður var hann sendiherra Páfagarðs í Venesúela, þar sem hann er sagður hafa varið kirkjuna gagnvart Hugo Chavez, þáverandi forseta, sem vildi veikja mátt hennar. Undanfarna mánuði, meðan Frans glímdi við veikindi, tók Parolin að sér aukið ábyrgðarhlutverk og sinnti mörgum störfum páfans. Hann hefur þótt öflugur diplómati, en hann mun hafa styrkt samband Vatíkansins við Kína. Sumir telja rökréttast að hægri hönd páfans, Pietro Parolin, takið við af honum.EPA Samkvæmt Reuters þykir Parolin mögulegur málamyndakandídat milli frjálslyndra og íhaldssamra í kirkjunni. Akkilesarhæll Parolin, að sögn Politico, er að hann sé ekki með næga persónutöfra. Jafnframt þykir hann ekki hafa sinnt nægilega mikilli guðsþjónustu. Samkvæmt veðbönkum eru tveir kandídatar hnífjafnir á toppnum. Parolin og Luis Antonio Tagle þykja jafnlíklegastir til að ná kjöri. Kallaður „Asíski Frans“ eða „Chito“ Luis Antonio Tagle, 67 ára Filippseyingur, er fyrrverandi erkibiskup Manilla. Líkt og Parolin er að finna nafn hans á nánast öllum listum yfir mögulega arftaka. Yrði Tagle kjörinn yrði hann fyrsti asíski páfinn í mörg hundruð ár, en um þessar mundir er Asía sú álfa þar sem fjöldi kaþólskra íbúa er í mestum vexti. Tagle hefur verðið kallaður hinn „asíski Frans“ þar sem stefnumál hans þykja að miklu leyti lík síðasta páfa. Tagle er þó sagður kunna betur við gælunafn sitt „Chito“. Samkvæmt Independent er Tagle talinn vinstrisinnaður. Hann hefur gagnrýnt viðhorf kirkjunnar gagnvart samkynhneigðum, ógiftum mæðrum, og fráskildum kaþólikkum. Hann er sagður frjálslyndasti kandídatinn af þeim sem eru taldir virkilega líklegir til að hljóta útnefninguna. The Guardian getur þó þess að Tagle hafi verið mótfallinn réttindum til þungunarrofs í Filippseyjum. Luis Antonio Tagle þykir einn sá allra líklegasti til að taka við keflinu.EPA Í síðustu páfakosningum, árið 2013, var Tagle líka orðaður við embættið, en þá er hann talinn of ungur. Þó að rúmur áratugur sé liðinn gæti aldurinn þó enn verið honum hindrun, en þeir sem eru kjörnir páfar eru yfirleitt í eldri kantinum. Árið 2015 var Tagle skipaður forseti Caritas Internationalis, góðgerðarsamtaka á vegum kaþólsku kirkjunnar. Árið 2022 rak Frans páfi alla stjórn samtakanna í kjölfar hneykslismála, sem vörðuðu ásakanir um einelti og niðurlægingu starfsmanna. Samkvæmt Reuters hafði Tagle ekki sinnt daglegum störfum hjá samtökunum, en hann var engu að síður einn þeirra sem var látinn fara. Í kjölfar ákvörðunar páfans sagði Tagle að nú væri mikilvægt að horfast í augu við mistökin sem áttu sér stað. Reuters segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort þetta mál muni hafa áhrif á kjörþokka Tagle. Brennir engar brýr Að mati veðbanka er sá þriðji líklegasti til að hreppa hnossið, Péter Erdő, 72 ára gamall Ungverji. Yrði hann valinn er búist við mikilli stefnubreytingu frá störfum Frans. Hann var nokkuð til umræðu sem mögulegur páfi árið 2013 meðal annars vegna mikilla tengsla hans við Evrópu aðrar heimsálfur, líkt og Afríku og Suður-Ameríku. Hann er sagður hafa verið öflugur í að endurvekja trúna í Evrópu, sem er sagt mikilvægt baráttumál hjá mörgum kardínálum. Erdő þykir vera sá íhaldssami kandídat sem á mestan séns. Engu að síður er það mat Reuters að val á honum yrði ákveðin málamiðlun. Hann sé frá íhaldssömu blokkinni, en hafi þrátt fyrir það unnið með og náð sáttum við frjálslyndari væng Frans páfa. Til að mynda er bent á það að hann hafi aldrei lent í deilum við Frans páfa, ólíkt öðrum íhaldssömum. Að því sögðu tók hann aðra afstöðu en Frans árið 2015 varðandi flóttamenn. Frans hafði kvatt kirkjur til að taka á móti flóttamönnum. Erdő var á öðru máli og sagði að það myndi auka við mansal. Með því þótti hann vera að styðja við stefnu Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Af íhaldssömum kostum þykir Péter Erdő líklegri en aðrir.EPA New York Times segir Erdő vera slyngan diplómata. Líkt og áður segir sé hann með góð tengsl við aðrar heimsálfur. Jafnframt hafi hann náð vel til annarra trúarhópa. Hann hafi gjarnan sótt minningarathafnir vegna helfararinnar. Meðal annars vegna þess hafa leiðtogar gyðinga hrósað honum hástert og sagt hann mikilvægan meðan gyðingaandúð fer vaxandi í Ungverjalandi. Reuters bendir á að Erdő búi yfir mikilli tungumálakunnáttu. Hann tali mjög góða ítölsku, og sé jafnframt fær í þýsku, frönsku, spænsku og rússnesku. Kunnátta hans í síðastnefnda málinu er talið geta lægt öldur milli kaþólsku kirkjunnar og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, eftir að sambandið rofnaði vegna innrásarinnar í Úkraínu. Hann er þó ekki talinn góður ræðumaður, að sögn Reuters. Almennt teljist það mikill ókostur, en að mati einhverra myndi ávinningur felast í því. Sumir kardínálar vilji rólegri páfa eftir „flugeldasýninguna“ sem fylgdi páfatíð Frans. Fyrsti páfinn frá Afríku í mörg hundruð ár? Peter Turkson, 76 ára gamall Ganverji, gæti orðið fyrsti afríski páfinn í háa herrans tíð. Um tíma þótti hann líklegastur árið 2013, og er nú aftur í umræðunni. Kaþólsk trú fer vaxandi í Afríku en er á undanhaldi í Evrópu. Samkvæmt The Independent telja því sumir að þungamiðja hennar sé að færa sig um set til þróunarríkja. Reuters segir æsku Turkman hafa verið lítilláta. Hann hafi verið fjórði sonur tíu systkina hóps frá litlum bæ. Faðir hans hafi unnið í námu og sem trésmiður, meðan móðir hans seldi grænmeti á markaðinum. Í hitteðfyrra sagði hann við BBC að í bænum sínum óskaði hann þess að hann yrði ekki næsti páfi. Að mati einhverra er það líklega ósatt, þar sem Turkson hafi verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið, og látið eins og hann væri að sækjast eftir embættinu. Verður Peter Turkson fyrsti páfinn sem kemur sunnan Sahara-eyðimerkurinnar?Getty Turkson þykir bæði búa yfir íhaldssömum og frjálslyndum viðhorfum. Annars vegar hefur hann talað mikið fyrir baráttu gegn loftslagsbreytingum og fátækt. Hins vegar hefur hann sagt hjónaband eiga vera á milli karls og konu, og varið viðhorf sem andmæla samkynhneigð. Samkvæmt Guardian hafa viðhorf hans breyst eitthvað undanfarið. Hann hafi til að mynda talað um að lög gegn samkynhneigð í mörgum Afríkulöndum séu of ströng. Hneykslismál gætu aftrað honum, að mati Politico, en í því samhengi er minnst á að árið 2013 gaf hann til kynna að kynferðisleg misnotkun á börnum af höndum kaþólskra presta væri ólíklegri í Afríku en Evrópu vegna menningarmuns. Jafnframt er minnst á að ári áður hafi hann beðist afsökunar eftir að hafa deilt myndbandi þar sem varað var við útbreiðslu Íslam í Evrópu. Götupresturinn á hjólinu Matteo Zuppi, 69 ára gamall Ítali, er sagður hafa verið einn eftirlætis kardínáli Frans páfa. Árið 2015, þegar hann var skipaður erkibiskup í Bologna var hann kallaður hinn „ítalski Bergoglio“, vegna sambands síns við Frans páfa, hvers skírnarnafn var Jorge Mario Bergoglio. CNN bendir á að Zuppi þyki góður diplómati. Frans hafi gert hann að yfirmanni friðarverkefnis kirkjunnar varðandi Úkraínu og Rússland. Sem slíkur hefur hann bæði heimsótt Volodómír Selenskí Úkraínuforseta og Kírill patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Matteo Zuppi er sagður lítið fyrir pomp og prakt. Stundum sést til hans á hjóli í Bologna.EPA Þá var hann meðlimur kaþólsku samtakanna Sant’Egidio, en þar mun hann hafa verið hluti af teymi sem hjálpaði til við að koma á friði eftir borgarastyrjöldina í Mósambík, sem lauk árið 1992. Zuppi þykir í frjálslyndari kantinum, en samkvæmt Reuters er hann þekktur sem „götuprestur“ sem leggur áherslu á fátæka og flóttamenn. Þá sé hann lítið fyrir pomp og prakt. Fram kemur að í Bologna sjáist oft til hans á reiðhjóli frekar en akandi á bíl. Gæti reynst vel að segja lítið Það eru fleiri Ítalir í spilinu. Einn þeirra er Pierbattista Pizzaballa, sem er sextugur höfuð kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem, en þar hefur hann búið í þrjá áratugi. Þrátt fyrir að Pizzaballa hafi ekki verið kardínáli um langa hríð, hann var skipaður 2023, þá telja margir að reynsla hans af átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs gæti komið að góðum notum í Páfagarði. Samkvæmt Politico hefur Pizzaballa sagst hafa rætt við Hamas-samtakanna í „illri nauðsyn“. The Guardian minnist á að í kjölfar árásar Hamas á Ísrael þann 7. október 2023 hafi Pizzaballa boðið sjálfan sig sem gísl í staðinn fyrir börn sem Hamas hafði í haldi. Pizzaballa heimsótti Betlehem síðastliðinn aðfangadag.EPA New York Times bendir á að Pizzaballa hafi lítið tjáð sig um umdeild málefni innan kirkjunnar. Einhverjir telja að það gæti reynst honum vel til að tryggja sér tvo þriðju atkvæða, sem er það sem þarf til að verða páfi. Þrátt fyrir það telja margir hann of ungan til að taka við völdum í Páfagarði. Eyðilagði bókin möguleikann? Lengi vel þótti Robert Sarah, 79 ára gamall Gínei, bjartasta von Afríku á að eignast páfa. Hann er íhaldssamur og samkvæmt heimildum Politico hefur hann komið sjálfum sér á framfæri sem „hliðstæðu valdi“ gagnvart Frans páfa. Robert Sarah var óhræddur við að deila við Frans páfa. Mun það auka vinsældir hans eða verða honum að falli?Getty Samkvæmt AP er Sarah dáður af íhaldssama armi kirkjunnar og er talið að sem páfi myndi hann líkjast páfunum tveimur sem komu á undan Frans, Jóhannesi Páli 2. og Benedikt 16. Honum lenti nokkrum sinnum saman við Frans, en frægasta dæmið var þegar hann skrifaði bók ásamt Benedikt sem þá var sestur í helgan stein, árið 2020 þar sem þeir vörðu klerkaskírlífi, að kaþólskur prestdómur og hjónabönd færu ekki hönd í hönd. Skrifin voru í andstöðu við stefnu Frans, sem var um sama leyti að íhuga giftum mönnum á Amazon-svæðinu að gerast prestar, og þótti einhverjum að með bókinni væri gerð atlaga að völdum páfans. Samkvæmt AP telja sumir að Sarah hafi blekkt Benedikt til að skrifa sig fyrir bókinni. Jafnvel helstu stuðningsmenn Sarah telja að þetta mál hafi skaðað möguleika hans á að varða páfi. Leiðtogi íhaldssamra Hinn bandaríski Raymond Burke er, samkvæmt Politico, sagður raunverulegur leiðtogi íhaldssams arms kaþólsku kirkjunnar sem var í eins konar stjórnarandstöðu á meðan Frans var páfi. Burke gæti orðið fyrsti bandaríski páfinn. Burke, sem er 76 ára gamall, var ítrekað í átökum við Frans og gagnrýndi hann páfann fyrir „woke“ stefnumál, og sagði hann kirkjuna vera orðna of „kvenlega“. Raymond Burke er álitinn leiðtogi íhaldssamra þar af leiðandi efast sumir um að hann geti náð kjöri.Getty Á meðal þess sem Burke gagnrýndi Frans fyrir var að leyfa fráskildu og endurgiftu fólki að taka þátt í altarisgöngu. Það sama sagði hann um kaþólska stjórnmálamenn sem vilja lögleiða þungunarrof, líkt og Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Hann hefur jafnframt sagst andvígur nýju viðhorfi kirkjunnar gagnvart getnaðarvörnum og samkynhneigðum. Líkt og áður segir er hann álitinn leiðtogi íhaldssamra. Hann þykir þó ekki endilega gott páfaefni. Óvirkur alki sem lyftir lóðum Burke þarf reyndar ekki að vera líklegasti Bandaríkjamaðurinn. Að mati Reuters og CNN er Joseph Tobin í betri stöðu. Tobin, sem er 72 ára og erkibiskupinn í Newark, hefur starfað víða um heim, meðal annars í Páfagarði, og talar fimm tungumál reiprennandi. Hann þurfti að takast á við einn umfangsmesta skandal kaþólsku kirkjunnar á undanförnum árum, en árið 2018 var forveri hans, Theodore McCarrick, fjarlægður úr embætti erkibiskups vegna ásakana um að brjóta kynferðislega á guðfræðinemendum. McCarrick neitaði alfarið sök, en sagði af sér sem kardínáli. Nefnd á vegum Vatíkansins komst að því að hann væri sekur og var hann sviptur hempunni. McCarrick lést fyrr í þessum mánuði. Tobin hefur verið hrósað fyrir hvernig hann tók á málinu. Á meðal aðgerða hans var að gera opinber leynileg skjöl varðandi sáttagreiðslur milli biskupsdæmisins og þolendanna. Tobin hefur þurft að takast á við flókin verkefni sem erkibiskup í Newark.EPA Tobin er sagður mikill vexti og þekktur fyrir að lyfta lóðum. Hann er elstur úr þrettán systkina hópi og hefur tjáð sig um að vera óvirkur alkóhólisti. Hann er þekktur fyrir að styðja hinsegin fólk, en árið 2017 sagði hann of marga innan kirkjunnar hafa meinað því aðgang að guðsþjónustu. Kallaður „Jóhannes 24.“ Samkvæmt frönskum fjölmiðlum er Jean-Marc Aveline, 66 ára gamall Frakki, þekktur sem „Jóhannes 24.“ en það mun vera vegna þess að hann þykir líkur Jóhannesi 23. sem var páfi í lok sjötta og byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Í umfjöllun Reuters er bent á að Frans hafi einhvern tímann sagt, á léttu nótunum, að arftaki hans myndi taka sér nafnið Jóhannes 24. Aveline er sagður léttur í lundu, samræðugóður og mikill brandarakall. Þá sé hann hugmyndafræðilega á svipuðum stað og Frans. Jean-Marc Aveline er sagður mikill brandarakall.EPA Á valdatíð Frans náði Aveline miklum árangri í starfi. Hann varð biskup árið 2013, erkibiskup árið 2019 og gerður kardínáli þremur árum síðar. Yrði Aveline kjörinn yrði hann fyrsti franski páfinn síðan á fjórtándu öld. Aveline kann ekki ítölsku og gæti það orðið honum að falli. Páfinn er einnig biskupinn í Róm, en samkvæmt Reuters, fylgir starfinu mikið valdatafl og mikilvægt fyrir páfann að þekkja ráðabruggið sem fyrirfinnst í borginni. Páfi frá Norðurlöndum? Einn norðurlandabúi er nefndur til sögunnar af New York Times sem mögulegur arftaki Frans. Það er Anders Arborelius, 75 ára Svíi, er biskup kaþólsku kirkjunnar í Stokkhólmi. Í umfjöllun New York Times er bent á að Svíar séu að miklu leyti utan trúfélags og hafi áður fyrr fyrst og fremst verið Lúterstrúar. Þrátt fyrir það fer kaþólikkum fjölgandi þar í landi, og er eitt af fáum Evrópulöndum þar sem það á við. Myndu íbúar á Norðurlöndum streyma í kaþólsku kirkjuna ef Svíi yrði páfi?EPA Í nýlegu viðtali sagði Arborelius að helstu áskoranir kirkjunnar væru að byggja brýr í heimi þar sem skautun er fyrirferðarmikil og gefa konum aukna vigt innan kirkjunnar. Þá væri jafnframt mikilvægt að hjálpa fjölskyldum að gefa trúnna áfram til komandi kynslóða. Árið 2006, þegar sænska lútherska kirkjan leyfði samkynja hjónabönd, lýsti Arborelius sig andvígan því. Hann sagði að ákvörðunin myndi gera samtal milli þessara tveggja kirkjustofnanna erfiðara.
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent