Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 21:31 Ellert Þór Jóhannsson rannsóknarlektor við Árnastofnun segir páskaeggjamálshættina tilvalna leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrra kynslóða. Vísir/Ívar Fannar Lektor hjá Árnastofnun segir óþarfi fyrir sælgætisgerðir að nota kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum í páskaeggin. Af nógu sé að taka og páskaeggjamálshættirnir tilvalin leið til að miðla tungumálaarfinum til nýrrar kynslóðar. Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Árinni kennir illur ræðari og glöggt er gests augað eru gamalgrónir íslenskir málshættir. Á síðustu árum hafa nýir málshættir skotið upp kollinum, sértaklega í páskaeggjunum. Þingmaðurinn Snorri Másson birti um helgina færslu á Facebook þar sem hann furðaði sig á málshætti sem hann fékk úr páskaeggi frá Freyju. Snorri tekur svo djúpt í árina að segja að um sé að ræða áframhaldandi niðurdrepandi gengisfellingu málsháttarins: Ókurteisi er lítilla manna eftirlíking af styrk sagði í eggi Snorra. Fjölmargir tóku undir með Snorra í umræðu við færsluna en Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir málsháttinn fínan. Hann hafi mátt finna í páskaeggjum sælgætisgerðarinnar í mörg ár. Pétur spyr hvað málsháttur sé, þeir þurfi ekki allir að fjalla um bændur og búalið. „Þessi tiltekni málsháttur er ekkert svona vel meitlaður eins og málshættir oftast eru. Það er einkenni þeirra að þeir eru meitlað mál, oft knappir og þurfa að hafa í sér einhvers konar visku eða sannindi sem standast tímans tönn,“ Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor hjá Árnastofnun. Málshættir þurfi eins að grípa - fólk þurfi að muna þá og nota til að þeir teljist til málshátta. „Það er engin sérstök ástæða til að koma með einhverjar kauðslegar þýðingar á erlendum málsháttum þegar íslensk málsháttahefð er svona rík og full af ýmsum efnivið sem hægt er að nýta í páskaeggjamálshætti.“ Til séu fjölmargir íslenskir málshættir - og því óþarfi að búa til nýja og jafnvel illa heppnaða - sér í lagi ef maður hugsar sér páskaeggjamálshættina sem leið til að miðla tungumálaarfinum til næstu kynslóðar. „Þá komast börn í færi við tungutak sem þeim er kannski ekki tamt og þau læra að orða hugsanir sínar á fjölbreyttari hátt.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Páskar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira