„Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 10:30 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir skellinn á móti Arsenal. Getty/Florencia Tan Jun Þjálfari Barcelona finnur til með kollega sínum hjá erkifjendunum í Real Madrid en fjölmiðlamenn á Spáni tóku því afar illa þegar Real Madrid fékk skell á móti Arsenal á dögunum. Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Hansi Flick og Carlo Ancelotti voru að berjast um alla titlana á þessu tímabili með liðum sínum Barcelona og Real Madrid. Barcelona á enn von um að vinna þrefalt en Ancelotti var fórnarlamb herferðar gegn sér í spænskum fjölmiðlum eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á móti Arsenal. Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum um komandi helgi og Barcelona er síðan sjö stigum á undan Real í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Þetta gæti því orðið titlalaust tímabil hjá ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Þjálfari Börsunga finnur til með kollega sínum eftir þá meðferð sem hinn sigursæli Ancelotti hefur mátt þola að undanförnu í spænskum fjölmiðlum. „Það er ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti,“ sagði Hansi Flick eftir 1-0 sigur Barcelona á Mallorca í gærkvöldi. „Real Madrid er með einn besta þjálfara í heimi og hann á skilið miklu meiri virðingu,“ sagði Flick. Strax eftir að Arsenal sló Real Madrid út úr Meistaradeildinni komu blaðagreinar um að Ancelotti fengi ekki að klára þetta tímabil og hans síðasti leikur yrði bikarúrslitaleikurinn á móti Barcelona. „Carlo hefur unnið allt hjá öllum félögum. Hann er heiðursmaður. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og það verður frábært að fá að mæta honum á ný í bikarúrslitaleiknum um helgina,“ sagði Flick. „Ég segi það hreint út að Ancelotti er ótrúlegur þjálfari.“ Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum en hann hefur verið mikið orðaður við brasilíska landsliðið að undanförnu. Hann sjálfur hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar um framtíð sína hjá Real. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira