Feely hefur nefnilega ákveðið að bjóða sig fram sem þingmaður fyrir Arizona-fylki.
„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum kafla í mínu lífi. Ég finn að Guð er að kalla á mig til þess að vinna á þessum vettvangi. Ég vil þjónusta þjóðina,“ sagði Feely í yfirlýsingu sinni.
Hann hefur verið að lýsa leikjum í NFL-deildinni síðustu tíu ár en leggur nú hljóðnemann á hilluna. Hann er aðeins annar sparkarann í sögunni sem fær stórt starf í sjónvarpi.
Ástæðan fyrir því að hann ákvað að bjóða sig fram er sérstök. Er reynt var að myrða Donald Trump í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum gerðist eitthvað hjá Feely. Hann fékk þá vitrun um að hann yrði að bjóða sig fram sem hann hefur nú gert.
Feely er orðinn 48 ára gamall. Hann spilaði í NFL-deildinni frá 2001 til 2014. Þá sparkaði hann fyrir Falcons, Giants, Dolphins, Chiefs, Jets, Cardinals og loks Chicago Bears.