„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 11:02 Rúnar Kárason vinnur hjá Sérverk á milli handboltaæfinga. Hann hefur notið þess vel að miðla til ungs liðs Fram sem hefur leikið afar vel í vetur. Vísir/Ívar Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði. Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira