Sport

KA Ís­lands­meistari og tók alla titlana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA-menn unnu þrefalt í vetur.
KA-menn unnu þrefalt í vetur. ka

KA varð í kvöld Íslandsmeistari í blaki karla eftir sigur á Þrótti R., 3-1. KA-menn unnu alla þrjá stóru titlana sem í boði voru á tímabilinu.

KA vann fyrstu tvo leikina gegn Þrótti og gat tryggt sér titilinn með sigri í þriðja leik liðanna á Akureyri í kvöld. Og það gekk eftir.

KA-menn unnu fyrstu hrinuna, 26-24, og þá næstu, 25-22. Þróttarar svöruðu fyrir sig með því að vinna þriðju hrinuna, 18-25, en það var skammgóður vermir. KA vann fjórðu hrinuna, 26-24, og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í áttunda sinn.

KA varð einnig deildar- og bikarmeistari og vann því þrefalt í vetur. Sömu sögu er að segja af kvennaliði KA sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær.

Miguel Mateo Castrillo var með átján stig hjá KA og Gísli Marteinn Baldvinsson fjórtán. Sá síðarnefndi var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Mateusz Kloska var með sextán stig í liði Þróttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×