Innlent

„Vor í Ár­borg – Fjögurra daga fjöl­skyldu­há­tíð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
https://www.arborg.is/mannlif/vidburdir-og-frettir/hatidir/vor-i-arborg
https://www.arborg.is/mannlif/vidburdir-og-frettir/hatidir/vor-i-arborg Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður líf og fjör í Árborg næstu fjóra daga því bæjarhátíðin „Vor í Árborg“ hefst formlega í dag, sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður i boði fyrir alla aldurshópa enda um sannkallaða fjölskylduhátíð að ræða.

Hluti af vorinu í Sveitarfélaginu Árborg er hátíðin „Vor í Árborg“ þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna jafnt á Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri.

Ólafur Rafnar Ólafsson er atvinnu- og viðburðafulltrúi hjá Sveitarfélaginu Árborg.

„Við erum að hefja hérna Vor í Árborg, sem hefst alltaf á sumardeginum fyrsta og þetta er fjögurra daga fjölskylduskemmtun, sem erfullhlaðin dagskrá fyrir alla aldurshópa. Við getum bara sagt að fólk getur mætt í sund eða með krakkana í leikfimi með fimleikafélagi ungmennafélagsins,“ segir Ólafur Rafnar.

Og í þessu sambandi bendir Ólafur Rafnar á heimasíðu Árborgar því þar er öll dagskrá daganna fjögurra.

Ein af viðburðum Vors í Árborg, sem verður í bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hversu mikilvægt er að halda hátíð sem þessa?

„Þetta skiptir bara miklu máli fyrir samfélagið, að bæði þeir, sem eru hér innan samfélagsins að vera sýnilegir og það að við séum að nota hvort annað og erum dálítið að upphefja hvort annað í þessu öllu saman“, segir Ólafur Rafnar.

Og allir velkomnir að taka þátt eða hvað?

„Já, alveg allir, öll aldursbil, öll velkomin,“ bætir Ólafur Rafnar við.

Vor í Árborg 2025, öll dagskráin

Ólafur Rafnar segir að hátíðin sé fyrir alla fjölskylduna og allir, séu hjartanlega velkominir í Árborg á hátíðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×