Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 12:46 Jamie Vardy hefur svo sannarlega ýmislegt til að gleðjast yfir þegar hann lítur til baka yfir tímann hjá Leicester. Getty/Leicester City FC Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“ Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Vardy er orðinn 38 ára gamall en hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna. Hann mun hins vegar yfirgefa Leicester í sumar en þetta tilkynnti félagið í dag, nokkrum dögum eftir að fall liðsins úr úrvalsdeildinni var endanlega staðfest með 1-0 tapi gegn Liverpool á sunnudaginn. Vardy hefur lítið getað gert við skelfilegu gengi Leicester í vetur en liðið hefur til að mynda tapað síðustu níu heimaleikjum sínum í röð án þess að skora eitt einasta mark, sem er met. Leicester kveður hann hins vegar í myndbandi sem „geitina“ (e. GOAT), eða þann allra besta í sögu félagsins, eftir mögnuð afrek hans með félaginu. Goodbye to the GOAT 🐐 pic.twitter.com/romej28Kbr— Leicester City (@LCFC) April 24, 2025 Vardy hefur skorað 198 mörk og átt 69 stoðsendingar í 496 leikjum með Leicester. Þar á meðal skoraði hann 24 deildarmörk tímabilið magnaða þegar liðið varð, öllum að óvörum, Englandsmeistari 2016. Hann var valinn leikmaður tímabilsins það ár. Þá hlaut hann gullskóinn árið 2020 eftir að hafa skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni. Vardy hefur í vetur skorað sjö mörk í 31 leik í úrvalsdeildinni og alls skorað 143 mörk í 338 leikjum í deildinni. Auk þess hefur hann skorað 38 mörk í 98 leikjum í næstefstu deild. Jamie Vardy made his Premier League debut at 27 and has since scored more goals than:🇨🇮 Didier Drogba🇵🇹 Cristiano Ronaldo🇺🇾 Luis Suárez🇧🇪 Romelu Lukaku🇸🇳 Sadio Mané🇹🇹 Dwight Yorke🏴 Ian Wright🇳🇱 Ruud van NistelrooyLate start, great finish 🍷 pic.twitter.com/jKTiDGLM1G— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2025 „Jamie er einstakur. Hann er einstakur leikmaður og ekki síður einstök manneskja,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, og bætti við: „Hann mun alltaf eiga sess í hjörtum allra sem tengjast Leicester City og á svo sannarlega alla mína virðingu og kærleika. Ég verð endalaust þakklátur fyrir allt það sem hann hefur gefið þessu félagi.“
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira