Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 12:03 Vinicius Jr og félagar í Real Madrid kenna dómgæslunni um það að liðið er ekki að ná þeim árangri sem búist var við þar á bæ. Getty/ Berengui Real Madrid mun mæta til leiks í kvöld þegar liðið á að spila til úrslita um spænska Konungsbikarinn á móti erkifjendum sínum í Barcelona. Forráðamenn Real voru æfir yfir blaðamannafundi sem dómarar bikarúrslitaleiksins héldu ú gær en dómararnir kvörtuðu þá undan herferð Real Madrid gegn dómurum. Real Madrid hefur vælt undan dómgæslunni í allan vetur og gengu svo langt að senda spænska knattspyrnusambandinu formlegt kvörtunarbréf. Real Madrid mótmælti ummælum dómaranna með því að loka opinni æfingu sinni og skrópa á blaðamannafund fyrir leikinn. Þeir vildu líka láta skipta um dómara í leiknum en fengu það ekki í gegn. Real Madrid er liggur við að verða þekktara fyrir skróp sín en afrek inn á vellinum en þeir ætla þó ekki að skrópa í kvöld þrátt fyrir engin dómaraskipti. Þeir skrópuðu á verðlaunahátíð Gullknattarans þegar þeir fréttu að þeirra maður myndi ekki vinna. Sumir héldu að þeir héldu uppteknum hætti og myndu líka skrópa í sjálfan leikinn. Svo verður þó ekki sem betur fer. Real Madrid gaf frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að félagið hafi aldrei íhugað það að mæta ekki til leiks. Þetta er gæti orðið eini stóri titill Real Madrid á tímabilinu því liðið er fjórum stigum á eftir Barcelona í deildinni og er dottið út úr Meistaradeildinni. ‼️🇪🇸 Before the Copa del Rey final, the referee for the match spoke in a press conference..De Burgos Bengoetxea: "When your son goes to school and there are children who tell him that his father is a thief and he comes home crying, that's really tough."😢pic.twitter.com/eHjfFz8atq— EuroFoot (@eurofootcom) April 25, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Forráðamenn Real voru æfir yfir blaðamannafundi sem dómarar bikarúrslitaleiksins héldu ú gær en dómararnir kvörtuðu þá undan herferð Real Madrid gegn dómurum. Real Madrid hefur vælt undan dómgæslunni í allan vetur og gengu svo langt að senda spænska knattspyrnusambandinu formlegt kvörtunarbréf. Real Madrid mótmælti ummælum dómaranna með því að loka opinni æfingu sinni og skrópa á blaðamannafund fyrir leikinn. Þeir vildu líka láta skipta um dómara í leiknum en fengu það ekki í gegn. Real Madrid er liggur við að verða þekktara fyrir skróp sín en afrek inn á vellinum en þeir ætla þó ekki að skrópa í kvöld þrátt fyrir engin dómaraskipti. Þeir skrópuðu á verðlaunahátíð Gullknattarans þegar þeir fréttu að þeirra maður myndi ekki vinna. Sumir héldu að þeir héldu uppteknum hætti og myndu líka skrópa í sjálfan leikinn. Svo verður þó ekki sem betur fer. Real Madrid gaf frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að félagið hafi aldrei íhugað það að mæta ekki til leiks. Þetta er gæti orðið eini stóri titill Real Madrid á tímabilinu því liðið er fjórum stigum á eftir Barcelona í deildinni og er dottið út úr Meistaradeildinni. ‼️🇪🇸 Before the Copa del Rey final, the referee for the match spoke in a press conference..De Burgos Bengoetxea: "When your son goes to school and there are children who tell him that his father is a thief and he comes home crying, that's really tough."😢pic.twitter.com/eHjfFz8atq— EuroFoot (@eurofootcom) April 25, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira