Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2025 20:03 Þegar mest verður verða um 400 gyltur í nýja svínabúinu á Sölvastöðum í Eyjafirði. Hér eru þrír grísir á búinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta svínabú landsins hefur hafið starfsemi í Eyjafirði þar sem um fjögur hundruð gyltur verða í búinu þegar það verður komið í fullan rekstur. Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira