Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 09:32 Derrick Harmon fékk frábærar fréttir og skeliflegar fréttir með nokkurra klukkutíma millibili. Getty/Brooke Sutton Derrick Harmon upplifði drauminn sinn á fimmtudagskvöldið en aðeins nokkrum klukkutímum síðar varð fjölskyldan hans fyrir miklu áfalli. Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 NFL Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Sjá meira
Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum. Welcome to the team, DJ!@DerrickHarmon20 | #SteelersDraft pic.twitter.com/nY7LROHB8t— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 26, 2025 Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023. Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum. Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin. The moment 📞#SteelersDraft | @DerrickHarmon20 pic.twitter.com/cfwjPxGa7h— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025 „Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann. Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn. „Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers. Statement from Steelers President Art Rooney II: pic.twitter.com/AKDzDefoZU— Pittsburgh Steelers (@steelers) April 25, 2025
NFL Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Sjá meira