Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 08:30 Arne Slot var glaðbeittur þegar hann talaði til stuðningsmanna í gær og fékk þá til að syngja til heiðurs Jürgen Klopp. Getty/Liverpool FC Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Slot tók við af hinum óhemju vinsæla Klopp í fyrra og tókst í fyrstu tilraun það sem fáir bjuggust þá við, að gera Liverpool strax að Englandsmeistara og það með afar öruggum hætti. Í sigurhátíðinni á Anfield í gær, þegar titilinn var í höfn með 5-1 sigri á Tottenham, sendi Slot forvera sínum kærar kveðjur og endurgalt sönginn sem að Klopp fékk stuðningsmenn til að kyrja í fyrra þegar Slot tók við af honum. From one Liverpool manager to another. 🤝 pic.twitter.com/OEJhqSCkqX— NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) April 27, 2025 „Mér líður stórkostlega. Ég vil ekki segja mikið. Það eina sem ég vil gera núna er að heiðra Jürgen Klopp,“ sagði Slot í útsendingu LFCTV áður en hann fékk alla með sér í að syngja til heiðurs Klopp. Í viðtali við BBC bætti Slot svo við: „Ég er 99,9% viss um að þegar ég opna símann þá bíða mín þar skilaboð frá Jürgen.“ Arne Slot fékk kampavínsgusuna yfir sig frá leikmönnum.Getty/Liverpool FC „Við höfum svo oft verið í sambandi á þessari leiktíð. Ég held að hann hafi sýnt það í fyrra þegar hann kynnti mig til leiks hversu dásamleg manneskja hann er. Það sem skiptir þó mestu máli er að hann skildi eftir lið sem gat unnið titilinn,“ sagði Slot og bætti við í samtali við Sky Sports: „Vinnan sem Jürgen og Pep [Lijnders] unnu, menningin, vinnusemin, gæðin – þetta var allt framúrskarandi.“ Hefði orðið ánægður með að enda meðal fjögurra efstu Þetta er annar Englandsmeistaratitill Liverpool á fimm árum en eftir að liðið náði 3. sæti í fyrra reiknuðu líklega ekki margir með að nýr stjóri myndi gera liðið strax að meistara. „Við byrjuðum virkilega vel og kannski hjálpaði það okkur að [Manchester] City átti erfiða tíma sem liðið hafði ekki átt síðustu fimm ár. Þegar tímabilið hófst þá hefðum við alveg verið ánægðir með að ná einu af fjórum efstu sætunum. En það er kannski ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum því þeir eru mun betri en það og hafa sýnt það á þessari leiktíð,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira