Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 29. apríl 2025 14:40 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að lagðar verði til breytingar í ljósi reynslu af lögunum og með tilliti til starfsumhverfis leigubifreiðastjóra og markmiða laganna um að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri þjónustu fyrir neytendur. Frumvarpið sé hugsað sem fyrsta skref í heildarendurskoðun laganna en þörf á frekari breytingum verði metin síðar á árinu, meðal annars á grunni tillagna starfshóps sem skipaður hafi verið til að meta reynslu af setningu laga um leigubifreiðaakstur. Rafrænt eftirlit og gagnsætt kvartanaferli Helstu breytingar í frumvarpinu séu eftirfarandi: Ekki verður lengur leyfilegt að reka leigubílaþjónustu án þess að tengjast leigubifreiðastöð með gildu starfsleyfi. Leigubifreiðastöðvar skulu skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum, bæði upphafs- og endastöð, akstursleiðina sjálfa og greiðslur farþega. Upplýsingarnar verða varðveittar í minnst 60 daga og stöðvarnar þurfa að sýna fram á árlega úttekt á stafrænu kerfunum til að tryggja öryggi gagna. Leigubifreiðastöðvar skulu bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir og ábendingar, þannig að farþegar geti tilkynnt um óeðlilega hátt verð eða slæma þjónustu. Þá verður leigubílstjórum jafnframt skylt að upplýsa farþega sérstaklega um þessi réttindi. Fagnar endurskoðun laganna „Eins og ég hef sagt áður þá höfum við verið vongóð með nýjan ráðherra og hann hefur sýnt þessum málaflokki áhuga. Það þarf að skoða þetta mikið betur en blessunarlega lítur út fyrir það að það eigi að leggja metnað í að endurskoða lögin,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, í samtali við Vísi. Hverju mun það breyta? „Það er að sjá að það kemur stöðvarskylda. Þá má búast við því að það verði meira öryggi fyrir almenning, hvað varðar verð, eftirlit og að geta sótt rétt sinn ef eitthvað misjafnt hefur komið upp. Að það séu einhver skikkanlegheit og almennileg þjónusta við almenning.“ Daníel segir leigubifreiðastjóra fagna frumvarpinu en að þeir vildu óska þess að fá að taka meiri þátt í endurskoðuninni. Að lögin yrðu endurskoðuð út frá fagþekkingu, sem sé aðeins að finna meðal leigubifreiðastjóra.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira