Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 08:24 Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. „Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“ Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
„Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“
Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02