Gengst við kókaínfíkn sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 11:29 Måns Zelmerlöw á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár. V'isir/Andri Eurovision-sigurvegarinn Måns viðurkennir að hafa glímt við kókaínfíkn eftir að hafa áður neitað því. Fyrrverandi eiginkona Måns sakaði hann um vímuefnaneyslu, framhjáhöld og ofbeldi. Måns neitar því að hafa beitt fjölskyldu sína ofbeldi og segist ekki hafa neytt vímuefna fyrir framan börn sín. Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Popparinn sem sigraði Eurovision árið 2015 með laginu „Heroes“ lenti í öðru sæti á eftir grínhljómsveitinni KAJ í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. Skömmu síðar kom í ljós að Måns hefði skilið við eiginkonu sína Ciöru skömmu fyrir tónleikana. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga tvö börn saman. Fyrrverandi eiginkona Måns, leikkonan Ciara Janson, opnaði sig í mars um skilnað þeirra hjóna og sagðist ekki geta þagað lengur yfir skilnaðinum og ástæðum hans. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifaði hún í tilkynningu sem hún birti á Instagram. Måns neitaði þá öllum ásökunum Ciöru en á mánudag viðurkenndi hann í viðtali við sænska dagblaðið Göteborgs-Posten að hafa notað kókaín. „Ég hef verið á móti fíkniefnum alla mína ævi, en fyrir tveimur árum birtist efnið í tónleikaferðalagarútunni. Allir hinir voru að nota það. Þetta er alvanalegt í mínum bransa þannig það var erfitt að prófa þetta ekki, sagði Måns við blaðið. Þá sagði hann að hann hefði leitað sér aðstoðar og hefði unnið bug á fíkn sinni. Hann sagðist stoltur af því að hafa unnið bug á fíkninni og myndi aldrei snerta kókaín aftur. Hann áréttaði að hann hefði aldrei notað vímuefni fyrir framan börn sín og neyslan hefði einungis tengst djamminu. Måns spilaði í Laugardalshöll á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 og tók þar tvö lög sem má heyra hér að neðan: Svíþjóð Eurovision Fíkn Tengdar fréttir Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41 Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Stjarna í nærmynd: Måns Zelmerlöw Hver er maðurinn á bakvið leðurbuxurnar? 27. maí 2015 09:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Popparinn sem sigraði Eurovision árið 2015 með laginu „Heroes“ lenti í öðru sæti á eftir grínhljómsveitinni KAJ í Melodifestivalen í Svíþjóð á dögunum. Hann brást illa við ósigrinum og sagðist sérstaklega hissa á atkvæðum alþjóðlegra dómnefnda. Hann hélt svo uppteknum hætti dagana á eftir og sendi gagnrýnendum sínum pillu á samfélagsmiðlum. Skömmu síðar kom í ljós að Måns hefði skilið við eiginkonu sína Ciöru skömmu fyrir tónleikana. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga tvö börn saman. Fyrrverandi eiginkona Måns, leikkonan Ciara Janson, opnaði sig í mars um skilnað þeirra hjóna og sagðist ekki geta þagað lengur yfir skilnaðinum og ástæðum hans. „Ég get ekki lengur horft upp á fjölskyldu mína lifa í fjandsamlegu umhverfi þar sem þau verða vitni að fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og endalausu framhjáhaldi,“ skrifaði hún í tilkynningu sem hún birti á Instagram. Måns neitaði þá öllum ásökunum Ciöru en á mánudag viðurkenndi hann í viðtali við sænska dagblaðið Göteborgs-Posten að hafa notað kókaín. „Ég hef verið á móti fíkniefnum alla mína ævi, en fyrir tveimur árum birtist efnið í tónleikaferðalagarútunni. Allir hinir voru að nota það. Þetta er alvanalegt í mínum bransa þannig það var erfitt að prófa þetta ekki, sagði Måns við blaðið. Þá sagði hann að hann hefði leitað sér aðstoðar og hefði unnið bug á fíkn sinni. Hann sagðist stoltur af því að hafa unnið bug á fíkninni og myndi aldrei snerta kókaín aftur. Hann áréttaði að hann hefði aldrei notað vímuefni fyrir framan börn sín og neyslan hefði einungis tengst djamminu. Måns spilaði í Laugardalshöll á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 og tók þar tvö lög sem má heyra hér að neðan:
Svíþjóð Eurovision Fíkn Tengdar fréttir Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41 Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Stjarna í nærmynd: Måns Zelmerlöw Hver er maðurinn á bakvið leðurbuxurnar? 27. maí 2015 09:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. 17. mars 2025 15:41
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19