Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Kjartan Kjartansson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. apríl 2025 13:58 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún segir að mögulega þurfi að fara yfir aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir Kveiks um leynilegar njósnir varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri. Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var leystur frá vinnuskyldu og er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara eftir að upplýst var í Kveik á Ríkisútvarpinu að hann hefði tekið þátt í leynilegum njósnum um fólk í aukastarfi, jafnvel þegar hann var á vakt sem lögreglumaður haustið 2012. Njósnirnar voru á vegum fyrirtækis sem tveir fyrrverandi lögreglumenn stofnuðu og fyrir hönd Björgólfs Thor Björgólfssonar, auðgasta manns landsins. Lögreglumennirnir tveir unnu meðal annars fyrir embætti sérstaks saksóknara á sínum tíma en voru leystir frá störfum eftir að upp komst að þeir hefðu selt upplýsingar sem þeir komust yfir í störfum sínum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segist virkilega brugðið yfir fréttunum og að hún finni til með þeim sem voru „útsettir“ í málinu. Mál af þessu tagi geti rýrt traust til lögreglunnar en hún sé ánægð með hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við. Varðstjórinn var settur í leyfi og máli hans vísað til ríkissaksóknara eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. „Nú þarf þetta mál að fara í rannsókn og við þurfum líka að fara yfir það mjög vel, hvað fór úrskeiðis og hvort við þurfum eitthvað að breyta okkar nálgun, til dæmis aukastörf og fleira,“ segir Sigríður Björk. Lögreglumenn í ýmsum öðrum störfum Strangar reglur gilda um aukastörf lögreglumanna, að sögn ríkislögreglustjóra. Tilkynna þarf um þau með ákveðnum hætti og lögreglustjóri ákveðið svo hvort að slík störf samræmist lögreglustarfinu. Þá séu siðareglur lögreglumanna sem hægt sé að hafa til hliðsjónar við slíkt mat. Sigríður Björk segist ekki hafa tölur um hversu margir lögreglumenn sinni aukastörfum samhliða lögreglustarfinu. „Já, menn eru nú í ýmsu. Sumir eru í kennslu. Það er ýmislegt sem getur fallið til, einhver sérstök verkefni, en það er haldið vel utan um þetta hjá öllum embættum og það er skylda að tilkynna. Þannig að það er eitthvað um það, já,“ segir ríkislögreglustjóri spurður að því hversu algeng slík aukastörf séu. Hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem fyrrverandi lögreglumennirnir njósnuðu um samkvæmt umfjöllun Kveiks. Hann sagði í viðtali við Vísi í morgun að hann grunaði að fleiri lögreglumenn hefðu aðstoðað við njósnirnar en sá sem var nefndur í umfjöllun RÚV. Sigríður Björk segist ekki þekkja málið umfram það sem hafi komið fram í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn. Væntanlega verði rætt við Vilhjálm við rannsókn málsins. Hún hvetur þá sem kunni að hafa upplýsingar til þess að stíga fram. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál og það verður tekið fast á þessu,“ segir ríkislögreglustjóri.
Lögreglan Lögreglumál Persónuvernd Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira