Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:55 Foreldrarnir sæta gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndaryfirvalda í héraðinu. EPA/Paco Paredes Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira