Birgir Guðjónsson er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 13:41 Birgir Guðjónsson kenndi stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík í rúma fjóra áratugi og er hans minnst með hlýhug. Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni.
Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira