Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:23 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft styrkjamálið svokallaða til meðferðar undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um styrkjamálið svokallaða er komin langt á veg og búast má við niðurstöðu nefndarinnar með vorinu. Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“ Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25