Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 3. maí 2025 12:02 Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 hefur nú verið samþykktur og afgreiddur úr bæjarstjórn eftir tvær umræður lögum samkvæmt. Það er verulega ánægjulegt að niðurstaða hans er jákvæð og í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Í því rekstrarumhverfi sem sveitarfélög búa við um þessar mundir er það ekki sjálfsagður árangur. Niðurstaðan sýnir styrkt aðhald í rekstrinum og að áætlanir ganga vel eftir. Það er ábyrgðarmikið og krefjandi verkefni að stýra bæjarfélagi og huga að öllu því sem viðkemur rekstri þess, uppbyggingu og þjónustu við bæjarbúa. Mosfellsbær veitir góða þjónustu og hér verður haldið áfram að byggja upp öflugt samfélag þar sem gott er að búa. Ársreikningur sýnir að rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 877 milljónir. Allar helstu lykiltölur standa vel hjá Mosfellsbæ. Þannig er skuldaviðmið samkvæmt reglugerð 94,5% eða sama hlutfall og í fyrra þrátt fyrir mikið framkvæmdaár. Ytri aðstæður í rekstri sveitarfélagsins, þá sérstaklega vaxta- og verðbólgustig, hafa batnað til muna milli ára og ánægjulegt að áætlaður fjármagnskostnaður í fjárhagsáætlun stóðst fyrir árið 2024. Það breytir því þó ekki að verðbólgan er enn of há og mjög stór áhættuþáttur í rekstri sveitarfélaga. Framkvæmdir Á árinu 2024 var framkvæmt fyrir 3,7 milljarða. Það gerir árið að einu mesta framkvæmdaári í sögu Mosfellsbæjar. Stærsta framkvæmd ársins var nýr 150 barna leikskóli í Helgafellslandi sem taka á til starfa í sumar. Þá má nefna framkvæmdir eins og íþróttahús Helgafellsskóla, endurbætur á leikskólanum Reykjakoti, stórframkvæmdir við endurgerð Varmárvalla, endurbætur skólalóða og gatnagerð í 5. áfanga Helgafellshverfis og á athafnasvæði í Korputúni. Já, Mosfellsbær er sveitarfélag í miklum vexti og nauðsynlegt að halda vel á spöðunum í uppbyggingu. Stór verkefni eins og uppbygging Blikastaðalands eru fram undan og gríðarlega mikilvægt að vel sé vandað til alls undirbúnings þar. Byggingarréttur Eins og fram kemur hér að ofan var rekstrarniðurstaða ársins 877 milljónir króna. Tekjur ársins námu alls rúmum 22 milljörðum króna. Hluti þeirra tekna voru byggingarréttargjöld sem námu alls 753 milljónum króna. Afar mikilvægt er að hafa hugfast að byggingarréttargjöld eru einsskiptistekjur. Það er því mikilvægt að ofáætla slíkar tekjur ekki við gerð fjárhagsáætlunar enda þarf lítið að gerast til þess að tekjur af byggingarrétti skili sér ekki. Þegar litið er til nágrannasveitarfélaga Mosfellsbæjar er ljóst að ef byggingarréttargjalda hefði ekki notið við hefði niðurstaða margra þeirra orðið allt önnur og verri en raun ber vitni. Meirihlutinn í Mosfellsbæ stefnir að sjálfsögðu alltaf að sjálfbærum rekstri og hin góða niðurstaða ársins sýnir að það er mikilvægt að halda vel um alla þræði sem rekstur sveitarfélagsins er ofinn úr. Samfélagið Það er mikilvægt að muna að þrátt fyrir að við gerum upp rekstur sveitarfélagsins eins og lög gera ráð fyrir og fjöllum í ársreikningi og ársskýrslu um kennitölur og rekstrarafgang þá er rekstur sveitarfélags ekki eins og rekstur á fyrirtæki. Við erum nefnilega að reka samfélag. Það eru mörg verkefni umfram lögbundin verkefni sem sveitarfélög sinna sem eru til þess fallin að bæta lífskjör bæjarbúa, efla félagsleg tengsl, auka lýðheilsu og almennt að auðga tilveruna. Þannig myndu sennilega fáir kjósa samfélag án leikskóla, íþróttaaðstöðu eða menningarstarfsemi. Gagnlegt er að skoða í hvað tekjur sveitarfélagsins eru nýttar. Þar skera sig úr tveir málaflokkar sem báðir teljast til lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Þannig fara 53,4% tekna í fræðslumál og 21,9% í velferðarmál, Samanlagt fara í þessa tvo gríðarlega mikilvægu málaflokka 77,3% tekna. Þá standa eftir 22,7% sem dreifast á alla aðra starfsemi sem sveitarfélagið sinnir. Starfsemi sem að stórum hluta skapar þann ramma sem við viljum hafa utan um fjölbreytt, gróskumikið og skapandi mannlíf. Hér undir eru íþrótta og tómstundamál sem fá 10,7% tekna í sinn hlut. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er geysilega mikilvægt fyrir bæjarbraginn og uppeldisaðstæður unga fólksins okkar. Hér undir fellur líka alls kyns menningar- og félagsstarf. Hlégarður kom aftur heim og á árinu 2024 voru haldnir 264 viðburðir í húsinu eða 22 viðburðir á mánuði að jafnaði. Brúarland hefur slegið í gegn með öflugu félagsstarfi eldri borgara sem þar stendur bæjarbúum til boða. Starfsemi Bókasafns Mosfellsbæjar og Listasalarins blómstrar sem aldrei fyrr. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á aukna stafræna þjónustu sem bæði gerir þjónustu, upplýsingamiðlun og upplýsingaöflun markvissari og fljótlegri bæði fyrir íbúa og starfsfólk bæjarins. Þar hefur verið lyft Grettistaki. Við gætum haldið áfram langri upptalningu áhugaverðra verkefna en öll þessi verkefni og mörg fleiri til má fræðast um í ársskýrslu Mosfellsbæjar sem kom út á vefrænu formi samhliða samþykkt ársreiknings. Ársskýrslan varpar skýru og myndrænu ljósi á rekstur bæjarins. Ársskýrsluna og auðvitað ársreikninginn sjálfan má nálgast hér https://arsskyrsla.mos.is/ Stolt og bjartsýni Á heildina litið sýnir ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 að vel tókst til í rekstri bæjarins. Við erum stoltar af niðurstöðunni og stoltar af okkar frábæra bæjarstjóra Regínu Ásvaldsdóttur sem ásamt öflugu starfsfólki Mosfellsbæjar sá til þess að áætlanir stóðust. Umfjöllun um ársreikning er eðli máls samkvæmt endurlit til liðins tíma. Við horfum í baksýnisspegilinn sem er óvenjulegt því í þessu starfi erum við oftast að horfa til framtíðar. Og framtíðin er björt í Mosfellsbæ. Meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar mun halda áfram að vinna að þeim markmiðum sem sett voru fram í málefnasamningi flokkanna við upphaf kjörtímabils sem og að íbúar bæjarins verði áfram ánægðir með bæinn sinn og þjónustuna sem veitt er í þágu þeirra. Við höldum ótrauð áfram að tryggja góðan rekstur og vandaðar ákvarðanir. Að vanda til verka í undirbúningi ákvarðana og forgangsröðun verkefna verður áfram okkar leiðarljós. Halla Karen Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi, oddviti Samfylkingar í Mosfellsbæ. Lovísa Jónsdóttir bæjarfulltrúi, oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 hefur nú verið samþykktur og afgreiddur úr bæjarstjórn eftir tvær umræður lögum samkvæmt. Það er verulega ánægjulegt að niðurstaða hans er jákvæð og í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Í því rekstrarumhverfi sem sveitarfélög búa við um þessar mundir er það ekki sjálfsagður árangur. Niðurstaðan sýnir styrkt aðhald í rekstrinum og að áætlanir ganga vel eftir. Það er ábyrgðarmikið og krefjandi verkefni að stýra bæjarfélagi og huga að öllu því sem viðkemur rekstri þess, uppbyggingu og þjónustu við bæjarbúa. Mosfellsbær veitir góða þjónustu og hér verður haldið áfram að byggja upp öflugt samfélag þar sem gott er að búa. Ársreikningur sýnir að rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 877 milljónir. Allar helstu lykiltölur standa vel hjá Mosfellsbæ. Þannig er skuldaviðmið samkvæmt reglugerð 94,5% eða sama hlutfall og í fyrra þrátt fyrir mikið framkvæmdaár. Ytri aðstæður í rekstri sveitarfélagsins, þá sérstaklega vaxta- og verðbólgustig, hafa batnað til muna milli ára og ánægjulegt að áætlaður fjármagnskostnaður í fjárhagsáætlun stóðst fyrir árið 2024. Það breytir því þó ekki að verðbólgan er enn of há og mjög stór áhættuþáttur í rekstri sveitarfélaga. Framkvæmdir Á árinu 2024 var framkvæmt fyrir 3,7 milljarða. Það gerir árið að einu mesta framkvæmdaári í sögu Mosfellsbæjar. Stærsta framkvæmd ársins var nýr 150 barna leikskóli í Helgafellslandi sem taka á til starfa í sumar. Þá má nefna framkvæmdir eins og íþróttahús Helgafellsskóla, endurbætur á leikskólanum Reykjakoti, stórframkvæmdir við endurgerð Varmárvalla, endurbætur skólalóða og gatnagerð í 5. áfanga Helgafellshverfis og á athafnasvæði í Korputúni. Já, Mosfellsbær er sveitarfélag í miklum vexti og nauðsynlegt að halda vel á spöðunum í uppbyggingu. Stór verkefni eins og uppbygging Blikastaðalands eru fram undan og gríðarlega mikilvægt að vel sé vandað til alls undirbúnings þar. Byggingarréttur Eins og fram kemur hér að ofan var rekstrarniðurstaða ársins 877 milljónir króna. Tekjur ársins námu alls rúmum 22 milljörðum króna. Hluti þeirra tekna voru byggingarréttargjöld sem námu alls 753 milljónum króna. Afar mikilvægt er að hafa hugfast að byggingarréttargjöld eru einsskiptistekjur. Það er því mikilvægt að ofáætla slíkar tekjur ekki við gerð fjárhagsáætlunar enda þarf lítið að gerast til þess að tekjur af byggingarrétti skili sér ekki. Þegar litið er til nágrannasveitarfélaga Mosfellsbæjar er ljóst að ef byggingarréttargjalda hefði ekki notið við hefði niðurstaða margra þeirra orðið allt önnur og verri en raun ber vitni. Meirihlutinn í Mosfellsbæ stefnir að sjálfsögðu alltaf að sjálfbærum rekstri og hin góða niðurstaða ársins sýnir að það er mikilvægt að halda vel um alla þræði sem rekstur sveitarfélagsins er ofinn úr. Samfélagið Það er mikilvægt að muna að þrátt fyrir að við gerum upp rekstur sveitarfélagsins eins og lög gera ráð fyrir og fjöllum í ársreikningi og ársskýrslu um kennitölur og rekstrarafgang þá er rekstur sveitarfélags ekki eins og rekstur á fyrirtæki. Við erum nefnilega að reka samfélag. Það eru mörg verkefni umfram lögbundin verkefni sem sveitarfélög sinna sem eru til þess fallin að bæta lífskjör bæjarbúa, efla félagsleg tengsl, auka lýðheilsu og almennt að auðga tilveruna. Þannig myndu sennilega fáir kjósa samfélag án leikskóla, íþróttaaðstöðu eða menningarstarfsemi. Gagnlegt er að skoða í hvað tekjur sveitarfélagsins eru nýttar. Þar skera sig úr tveir málaflokkar sem báðir teljast til lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Þannig fara 53,4% tekna í fræðslumál og 21,9% í velferðarmál, Samanlagt fara í þessa tvo gríðarlega mikilvægu málaflokka 77,3% tekna. Þá standa eftir 22,7% sem dreifast á alla aðra starfsemi sem sveitarfélagið sinnir. Starfsemi sem að stórum hluta skapar þann ramma sem við viljum hafa utan um fjölbreytt, gróskumikið og skapandi mannlíf. Hér undir eru íþrótta og tómstundamál sem fá 10,7% tekna í sinn hlut. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er geysilega mikilvægt fyrir bæjarbraginn og uppeldisaðstæður unga fólksins okkar. Hér undir fellur líka alls kyns menningar- og félagsstarf. Hlégarður kom aftur heim og á árinu 2024 voru haldnir 264 viðburðir í húsinu eða 22 viðburðir á mánuði að jafnaði. Brúarland hefur slegið í gegn með öflugu félagsstarfi eldri borgara sem þar stendur bæjarbúum til boða. Starfsemi Bókasafns Mosfellsbæjar og Listasalarins blómstrar sem aldrei fyrr. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á aukna stafræna þjónustu sem bæði gerir þjónustu, upplýsingamiðlun og upplýsingaöflun markvissari og fljótlegri bæði fyrir íbúa og starfsfólk bæjarins. Þar hefur verið lyft Grettistaki. Við gætum haldið áfram langri upptalningu áhugaverðra verkefna en öll þessi verkefni og mörg fleiri til má fræðast um í ársskýrslu Mosfellsbæjar sem kom út á vefrænu formi samhliða samþykkt ársreiknings. Ársskýrslan varpar skýru og myndrænu ljósi á rekstur bæjarins. Ársskýrsluna og auðvitað ársreikninginn sjálfan má nálgast hér https://arsskyrsla.mos.is/ Stolt og bjartsýni Á heildina litið sýnir ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 að vel tókst til í rekstri bæjarins. Við erum stoltar af niðurstöðunni og stoltar af okkar frábæra bæjarstjóra Regínu Ásvaldsdóttur sem ásamt öflugu starfsfólki Mosfellsbæjar sá til þess að áætlanir stóðust. Umfjöllun um ársreikning er eðli máls samkvæmt endurlit til liðins tíma. Við horfum í baksýnisspegilinn sem er óvenjulegt því í þessu starfi erum við oftast að horfa til framtíðar. Og framtíðin er björt í Mosfellsbæ. Meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar mun halda áfram að vinna að þeim markmiðum sem sett voru fram í málefnasamningi flokkanna við upphaf kjörtímabils sem og að íbúar bæjarins verði áfram ánægðir með bæinn sinn og þjónustuna sem veitt er í þágu þeirra. Við höldum ótrauð áfram að tryggja góðan rekstur og vandaðar ákvarðanir. Að vanda til verka í undirbúningi ákvarðana og forgangsröðun verkefna verður áfram okkar leiðarljós. Halla Karen Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ. Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi, oddviti Samfylkingar í Mosfellsbæ. Lovísa Jónsdóttir bæjarfulltrúi, oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun