Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 15:43 Luigi Mangione i dómsal í New York í febrúar. AP/Steven Hirsch Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. Luigi Mangione var handtekinn í desember í fyrra grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, til bana fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Hann á svo að hafa flúið vettvang á hjóli í Central Park. Hann fannst fimm dögum síðar á veitingastað McDonald's í Pennsylvaníuríki. Hann hefur meðal annarra liða verið ákærður fyrir hryðjuverk. Mangione er ekki nema 26 ára gamall og saga hans vakti mikla athygli víða um heim. Hann er af mörgum talinn eins konar píslarvottur sem fékk upp í kok af brestum og misferlum hins bandaríska einkarekna heilsutryggingageira. Deilir fangelsi við Diddy og Bankman-Fried Nú fá Kaliforníubúar að sjá sögu hans á fjölunum en föstudaginn 13. júní mun Taylor Street-leikhúsið í San Francisco setja upp sýninguna Luigi: The Musical, eða Söngleikinn Luigi. Undirtitill sýningarinnar er: „Saga um ást, morð og hash brown,“ en hash brown er eins konar steikt kartöflustykki sem er vinsælt meðlæti víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Komið hefur fram í fjölmiðlum vestanhafs að Mangione sætir gæsluvarðhaldi í sama fangelsi og tónlistarmaðurinn og meinti níðingurinn Sean „Diddy“ Combs og „rafmyntakóngurinn“ Sam Bankman-Fried sem var á síðasta ári dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í tengslum við rafmyntafyrirtækið FTX sem hann stofnaði. Mennirnir þrír deila ekki klefa í alvörunni og eru ólíklega í miklum eða nokkrum samskiptum í alvörunni en það gera þeir í Söngleiknum Luigi. „Söngleikurinn Luigi er grínleikur þar sem settar eru á svið þær súrrealísku aðstæður að Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare að bana, deili fangelsi með Sam Bankman-Fried og Sean „Diddy“ Combs. Þó að hugmyndin sé fáránleg byggir hún á undarlegri staðreynd: þessir þrír menn voru í raun fangelsaðir á sama stað. Þessi ólíklega staðreynd var kveikjan að sköpuninni hjá teyminu okkar,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Fáránlegur fangaklefi Á heimasíðunni er einnig nóg af varnöglum og fyrirvörum um að aðstandendurnir vilji alls ekki gera lítið úr glæpum þessara manna né heldur sé sýningin hvatning af neinu tagi. Sýningin gagnrýni í raun þessa menn og þau kerfi sem hafa mótað þá. „Persónurnar okkar endurspegla þrjá burðarása vonleysis nútímans: heilbrigðiskerfið, tæknigeirann og Hollywood. Hver þeirra er persónugerving hornsteins bandarísks samfélags rúins trausts og þar sem sífellt fleiri upplifa sig svikin, hlunnfarin eða yfirgefin. Með því að sameina þessa krafta í einn fáránlegan fangaklefa rekum við spegil framan í samtímann: ögrandi, súrrealískt og fyndið en tilfinningalega heiðarlegt,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Leikhús Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Tengdar fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33 Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Luigi Mangione var handtekinn í desember í fyrra grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, til bana fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Hann á svo að hafa flúið vettvang á hjóli í Central Park. Hann fannst fimm dögum síðar á veitingastað McDonald's í Pennsylvaníuríki. Hann hefur meðal annarra liða verið ákærður fyrir hryðjuverk. Mangione er ekki nema 26 ára gamall og saga hans vakti mikla athygli víða um heim. Hann er af mörgum talinn eins konar píslarvottur sem fékk upp í kok af brestum og misferlum hins bandaríska einkarekna heilsutryggingageira. Deilir fangelsi við Diddy og Bankman-Fried Nú fá Kaliforníubúar að sjá sögu hans á fjölunum en föstudaginn 13. júní mun Taylor Street-leikhúsið í San Francisco setja upp sýninguna Luigi: The Musical, eða Söngleikinn Luigi. Undirtitill sýningarinnar er: „Saga um ást, morð og hash brown,“ en hash brown er eins konar steikt kartöflustykki sem er vinsælt meðlæti víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Komið hefur fram í fjölmiðlum vestanhafs að Mangione sætir gæsluvarðhaldi í sama fangelsi og tónlistarmaðurinn og meinti níðingurinn Sean „Diddy“ Combs og „rafmyntakóngurinn“ Sam Bankman-Fried sem var á síðasta ári dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í tengslum við rafmyntafyrirtækið FTX sem hann stofnaði. Mennirnir þrír deila ekki klefa í alvörunni og eru ólíklega í miklum eða nokkrum samskiptum í alvörunni en það gera þeir í Söngleiknum Luigi. „Söngleikurinn Luigi er grínleikur þar sem settar eru á svið þær súrrealísku aðstæður að Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare að bana, deili fangelsi með Sam Bankman-Fried og Sean „Diddy“ Combs. Þó að hugmyndin sé fáránleg byggir hún á undarlegri staðreynd: þessir þrír menn voru í raun fangelsaðir á sama stað. Þessi ólíklega staðreynd var kveikjan að sköpuninni hjá teyminu okkar,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Fáránlegur fangaklefi Á heimasíðunni er einnig nóg af varnöglum og fyrirvörum um að aðstandendurnir vilji alls ekki gera lítið úr glæpum þessara manna né heldur sé sýningin hvatning af neinu tagi. Sýningin gagnrýni í raun þessa menn og þau kerfi sem hafa mótað þá. „Persónurnar okkar endurspegla þrjá burðarása vonleysis nútímans: heilbrigðiskerfið, tæknigeirann og Hollywood. Hver þeirra er persónugerving hornsteins bandarísks samfélags rúins trausts og þar sem sífellt fleiri upplifa sig svikin, hlunnfarin eða yfirgefin. Með því að sameina þessa krafta í einn fáránlegan fangaklefa rekum við spegil framan í samtímann: ögrandi, súrrealískt og fyndið en tilfinningalega heiðarlegt,“ segir í kynningarefni sýningarinnar.
Leikhús Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Tengdar fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33 Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50
Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33
Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51