Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 15:43 Luigi Mangione i dómsal í New York í febrúar. AP/Steven Hirsch Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. Luigi Mangione var handtekinn í desember í fyrra grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, til bana fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Hann á svo að hafa flúið vettvang á hjóli í Central Park. Hann fannst fimm dögum síðar á veitingastað McDonald's í Pennsylvaníuríki. Hann hefur meðal annarra liða verið ákærður fyrir hryðjuverk. Mangione er ekki nema 26 ára gamall og saga hans vakti mikla athygli víða um heim. Hann er af mörgum talinn eins konar píslarvottur sem fékk upp í kok af brestum og misferlum hins bandaríska einkarekna heilsutryggingageira. Deilir fangelsi við Diddy og Bankman-Fried Nú fá Kaliforníubúar að sjá sögu hans á fjölunum en föstudaginn 13. júní mun Taylor Street-leikhúsið í San Francisco setja upp sýninguna Luigi: The Musical, eða Söngleikinn Luigi. Undirtitill sýningarinnar er: „Saga um ást, morð og hash brown,“ en hash brown er eins konar steikt kartöflustykki sem er vinsælt meðlæti víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Komið hefur fram í fjölmiðlum vestanhafs að Mangione sætir gæsluvarðhaldi í sama fangelsi og tónlistarmaðurinn og meinti níðingurinn Sean „Diddy“ Combs og „rafmyntakóngurinn“ Sam Bankman-Fried sem var á síðasta ári dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í tengslum við rafmyntafyrirtækið FTX sem hann stofnaði. Mennirnir þrír deila ekki klefa í alvörunni og eru ólíklega í miklum eða nokkrum samskiptum í alvörunni en það gera þeir í Söngleiknum Luigi. „Söngleikurinn Luigi er grínleikur þar sem settar eru á svið þær súrrealísku aðstæður að Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare að bana, deili fangelsi með Sam Bankman-Fried og Sean „Diddy“ Combs. Þó að hugmyndin sé fáránleg byggir hún á undarlegri staðreynd: þessir þrír menn voru í raun fangelsaðir á sama stað. Þessi ólíklega staðreynd var kveikjan að sköpuninni hjá teyminu okkar,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Fáránlegur fangaklefi Á heimasíðunni er einnig nóg af varnöglum og fyrirvörum um að aðstandendurnir vilji alls ekki gera lítið úr glæpum þessara manna né heldur sé sýningin hvatning af neinu tagi. Sýningin gagnrýni í raun þessa menn og þau kerfi sem hafa mótað þá. „Persónurnar okkar endurspegla þrjá burðarása vonleysis nútímans: heilbrigðiskerfið, tæknigeirann og Hollywood. Hver þeirra er persónugerving hornsteins bandarísks samfélags rúins trausts og þar sem sífellt fleiri upplifa sig svikin, hlunnfarin eða yfirgefin. Með því að sameina þessa krafta í einn fáránlegan fangaklefa rekum við spegil framan í samtímann: ögrandi, súrrealískt og fyndið en tilfinningalega heiðarlegt,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Leikhús Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Tengdar fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33 Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Luigi Mangione var handtekinn í desember í fyrra grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, til bana fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Hann á svo að hafa flúið vettvang á hjóli í Central Park. Hann fannst fimm dögum síðar á veitingastað McDonald's í Pennsylvaníuríki. Hann hefur meðal annarra liða verið ákærður fyrir hryðjuverk. Mangione er ekki nema 26 ára gamall og saga hans vakti mikla athygli víða um heim. Hann er af mörgum talinn eins konar píslarvottur sem fékk upp í kok af brestum og misferlum hins bandaríska einkarekna heilsutryggingageira. Deilir fangelsi við Diddy og Bankman-Fried Nú fá Kaliforníubúar að sjá sögu hans á fjölunum en föstudaginn 13. júní mun Taylor Street-leikhúsið í San Francisco setja upp sýninguna Luigi: The Musical, eða Söngleikinn Luigi. Undirtitill sýningarinnar er: „Saga um ást, morð og hash brown,“ en hash brown er eins konar steikt kartöflustykki sem er vinsælt meðlæti víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Komið hefur fram í fjölmiðlum vestanhafs að Mangione sætir gæsluvarðhaldi í sama fangelsi og tónlistarmaðurinn og meinti níðingurinn Sean „Diddy“ Combs og „rafmyntakóngurinn“ Sam Bankman-Fried sem var á síðasta ári dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í tengslum við rafmyntafyrirtækið FTX sem hann stofnaði. Mennirnir þrír deila ekki klefa í alvörunni og eru ólíklega í miklum eða nokkrum samskiptum í alvörunni en það gera þeir í Söngleiknum Luigi. „Söngleikurinn Luigi er grínleikur þar sem settar eru á svið þær súrrealísku aðstæður að Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare að bana, deili fangelsi með Sam Bankman-Fried og Sean „Diddy“ Combs. Þó að hugmyndin sé fáránleg byggir hún á undarlegri staðreynd: þessir þrír menn voru í raun fangelsaðir á sama stað. Þessi ólíklega staðreynd var kveikjan að sköpuninni hjá teyminu okkar,“ segir í kynningarefni sýningarinnar. Fáránlegur fangaklefi Á heimasíðunni er einnig nóg af varnöglum og fyrirvörum um að aðstandendurnir vilji alls ekki gera lítið úr glæpum þessara manna né heldur sé sýningin hvatning af neinu tagi. Sýningin gagnrýni í raun þessa menn og þau kerfi sem hafa mótað þá. „Persónurnar okkar endurspegla þrjá burðarása vonleysis nútímans: heilbrigðiskerfið, tæknigeirann og Hollywood. Hver þeirra er persónugerving hornsteins bandarísks samfélags rúins trausts og þar sem sífellt fleiri upplifa sig svikin, hlunnfarin eða yfirgefin. Með því að sameina þessa krafta í einn fáránlegan fangaklefa rekum við spegil framan í samtímann: ögrandi, súrrealískt og fyndið en tilfinningalega heiðarlegt,“ segir í kynningarefni sýningarinnar.
Leikhús Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Tengdar fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33 Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50
Lýsti yfir sakleysi sínu Luigi Mangione, maðurinn sem er grunaður um að hafa ráðið Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare bana þann fjórða desember, lýsti sig í dag saklausan í málinu fyrir dómstól í New York. 23. desember 2024 21:33
Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt. 15. desember 2024 22:51