Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 08:03 Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með Brann eftir slæmt tap í fyrsta leik. Getty/Isosport Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“ Norski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“
Norski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira