Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 16:10 Kári Stefánsson stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, stofnandi og fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir aðferð móðurfyrirtækisins Amgen við starfslok sín markast af fantaskap. Hann segir gróusögu um að hann hygðist standa í vegi fyrir fullri sameiningu Amgen og Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið meginorsök skyndilegrar brottfarar sinnar. Íslensk erfðagreining var stofnuð árið 1996 af Kára Stefánssyni og hann hefur frá upphafi gegnt forstjórastöðu hjá fyrirtækinu. Árið 2012 keypti lyfjafyrirtækið Amgen sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu Íslenska erfðagreiningu. Kári segir í tilkynningu að hann hafi einmitt verið staddur á fundi í höfuðstöðvum Amgen þegar uppsögn hans bar að. „Ég var á þriggja daga fundi hjá Amgen í Thousand Oaks í Kaliforníu ásamt félögum mínum Patrick Sulem og Daníel Guðbjartssyni. Snemma um eftirmiðdaginn síðasta fundardaginn sem var fyrsti maí var ég sóttur inn á fund og beðinn að fara yfir í aðra byggingu að hitta lögfræðing sem ætlaði að ræða við mig hugmyndir mínar um samvinnu við Abu Dhabi. Þegar þangað kom var mér umsvifalaust sagt að störfum mínum fyrir ÍE væri lokið,“ segir Kári. Gróusaga kveikjan að málinu Hann segist ekki einu sinni hafa fengið að ræða málið við félaga sína og samstarfsmenn þar sem Amgen sendi út fréttatilkynningu sína strax kvöldið eftir. Gróusaga um afstöðu sína til fullrar innlimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Amgen hafi spilað inn í. „Yfirlögfræðingur Amgen tjáði mér að þeir hefðu beitt þessum aðferðum vegna þess að einn af félögum mínum í stjórnunarteymi ÍE hefði tjáð Amgen að ég hefði á fundi nokkrum dögum fyrir fyrsta maí sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir sameiningaráformin. Ég sagði þetta aldrei og hef ekki hugmynd um það hvernig þessi saga varð til en ég er sammála lögfræðingnum að Amgen varð að bregðast við henni með því að brýna öxina svolítið meira,“ segir Kári. Mun dást að ÍE úr fjarlægð Kári segist þakklátur fyrir það að Íslensk erfðagreining sé í höndum hæfileikaríkra vísindamanna sem muni halda áfram að vera leiðandi á heimsvísu á sviði mannerfðarannsókna. „Þessi hópur á engan sinn líkan, hvergi í veröldinni. Ég mun sakna daglegra samskipta við hann en mun svo sannarlega dást að honum úr fjarlægð. Ég kem líka til með að sakna samskipta við skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk hjá Amgen sem hafa verið frábærir samstarfsmenn. Þetta eru einstaklingar einbeittir í tilraun sinni til þess að búa til ný og betri lyf við vondum sjúkdómum. Það er fátt fallegra,“ segir Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Tengdar fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Sjá meira
Íslensk erfðagreining var stofnuð árið 1996 af Kára Stefánssyni og hann hefur frá upphafi gegnt forstjórastöðu hjá fyrirtækinu. Árið 2012 keypti lyfjafyrirtækið Amgen sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu Íslenska erfðagreiningu. Kári segir í tilkynningu að hann hafi einmitt verið staddur á fundi í höfuðstöðvum Amgen þegar uppsögn hans bar að. „Ég var á þriggja daga fundi hjá Amgen í Thousand Oaks í Kaliforníu ásamt félögum mínum Patrick Sulem og Daníel Guðbjartssyni. Snemma um eftirmiðdaginn síðasta fundardaginn sem var fyrsti maí var ég sóttur inn á fund og beðinn að fara yfir í aðra byggingu að hitta lögfræðing sem ætlaði að ræða við mig hugmyndir mínar um samvinnu við Abu Dhabi. Þegar þangað kom var mér umsvifalaust sagt að störfum mínum fyrir ÍE væri lokið,“ segir Kári. Gróusaga kveikjan að málinu Hann segist ekki einu sinni hafa fengið að ræða málið við félaga sína og samstarfsmenn þar sem Amgen sendi út fréttatilkynningu sína strax kvöldið eftir. Gróusaga um afstöðu sína til fullrar innlimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Amgen hafi spilað inn í. „Yfirlögfræðingur Amgen tjáði mér að þeir hefðu beitt þessum aðferðum vegna þess að einn af félögum mínum í stjórnunarteymi ÍE hefði tjáð Amgen að ég hefði á fundi nokkrum dögum fyrir fyrsta maí sagt að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir sameiningaráformin. Ég sagði þetta aldrei og hef ekki hugmynd um það hvernig þessi saga varð til en ég er sammála lögfræðingnum að Amgen varð að bregðast við henni með því að brýna öxina svolítið meira,“ segir Kári. Mun dást að ÍE úr fjarlægð Kári segist þakklátur fyrir það að Íslensk erfðagreining sé í höndum hæfileikaríkra vísindamanna sem muni halda áfram að vera leiðandi á heimsvísu á sviði mannerfðarannsókna. „Þessi hópur á engan sinn líkan, hvergi í veröldinni. Ég mun sakna daglegra samskipta við hann en mun svo sannarlega dást að honum úr fjarlægð. Ég kem líka til með að sakna samskipta við skemmtilegt og hæfileikaríkt fólk hjá Amgen sem hafa verið frábærir samstarfsmenn. Þetta eru einstaklingar einbeittir í tilraun sinni til þess að búa til ný og betri lyf við vondum sjúkdómum. Það er fátt fallegra,“ segir Kári Stefánsson.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Tengdar fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Sjá meira
„Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34