Fækkar herforingjum um fimmtung Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 07:12 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira